Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   fös 07. maí 2021 20:59
Baldvin Már Borgarsson
Hallgrímur Mar: Arnar þurfti tíma til að setja sinn svip á liðið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar fór á kostum í 3-1 sigri KA gegn KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld, Grímsi kom KA mönnum yfir með laglegu marki áður en hann lagði upp mark fyrir Brynjar Inga, í lokin innsiglaði Grímsi svo sigurinn með góðu skoti í fjærhornið.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 KA

„Við byrjuðum þetta mjög vel fyrstu 30, mér fannst við með leikinn alveg í höndum okkar en síðan verðum við smá skelkaðir þegar Rodri fær höfuðhöggið, þá föllum við neðar og missum taktinn, þá fáum við mark í andlitið.''

„Í seinni erum við ragir við að halda boltanum en við lifðum það sem betur fer af og náum að setja þriðja markið, við áttum það fyllilega skilið fannst mér.''

Arnar fékk undirbúningstímabil með liðið núna sem færði ákveðinn brag á liðið, er Hallgrímur sáttur með hvernig Arnar hefur stimplað liðið eftir sínum leik?

„Hann þurfti smá tíma til að setja sinn svip á liðið og það er búið að skila sér núna, við erum þéttir, við erum duglegri og við þorum að halda betur í boltann eins og sást í byrjun og mér líst bara vel á sumarið.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Grímsi betur um leikinn, hvernig Arnar hefur komið sínum áherslum inn í leik KA-manna og hvernig hlutverk Grímsa er í liðinu sem sást að virkaði vel í dag með tveimur frábærum mörkum frá honum.
Athugasemdir
banner