
Grótta og Þór Akureyri mættust í kvöld á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í marka leik en heimamenn höfðu betur 4-3 í stórskemmtilegum leik.
„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi, mér líður ekki eins og þetta hefði verið leikur sem við áttum að fara með núll stig út úr." voru fyrstu viðbrögð Sveins Elíasar Jónssonar aðstoðarþjálfara Þórs.
„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi, mér líður ekki eins og þetta hefði verið leikur sem við áttum að fara með núll stig út úr." voru fyrstu viðbrögð Sveins Elíasar Jónssonar aðstoðarþjálfara Þórs.
Lestu um leikinn: Grótta 4 - 3 Þór
Hvernig lögðu Þórsarar leikinn upp í dag gegn Gróttumönnum?
„Við erum í raun bara að reyna bæta okkar frammistöðu, vera þéttir fyrir og búa til góðar stöður í sóknarupplegginu okkar."
„Að skora þrjú mörk á útivelli á að duga fyrir þrjú stig og það er ótrúlega svekkjandi að missa þetta á einhverju svona trúða víti, þar sem Gróttumenn voru allir að rölta til baka og töldu sig bara seka um brot í teignum."
Þórsarar fengu á sig fjögur mörk í kvöld og var Svenni spurður hvort varnarleikurinn væri áhyggjuefni
„Ég myndi telja það miða við það, já alveg klárlega."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir