Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 07. júní 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Englands í gær: 'Vorum ekki nógu góðir'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Gareth Southgate var ekki sérlega hrifinn af spilamennsku sinna manna í 1-0 sigri gegn Rúmeníu í gærkvöldi. England vann leikinn naumlega en þetta var síðasti æfingaleikurinn fyrir EM.

Marcus Rashford gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Jordan Henderson klúðraði vítaspyrnu tíu mínútum síðar.

„Við vorum ekki nógu góðir í þessum leik. Við vorum fínir en náðum ekki að gera það sem við vildum sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir án boltans og við munum mæta sterkari andstæðingum sem geta tætt okkur í sundur ef við gerum sömu mistök," sagði Southgate eftir sigurinn.

„Rúmenía skapaði fleiri færi en við vildum leyfa þeim og reyndu oftar á markvörðinn en við hefðum viljað. En við vorum með mikið af óreyndum landsliðsmönnum á vellinum og leikmönnum sem voru að spila úr stöðu eins og Ben Godfrey."

Einkunnir Englands:
Sam Johnstone (7)
Ben Godfrey (5)
Ben White (7)
Tyrone Mings (4)
Luke Shaw (6)
Kalvin Phillips (6)
James Ward-Prowse (8)
Jack Grealish (8)
Marcus Rashford (7)
Dominic Calvert-Lewin (6)
Jadon Sancho (6)

Varamenn:
Jordan Henderson (5)
Declan Rice (6)
Jude Bellingham (7)
Kieran Trippier (6)
Jesse Lingard (6)
Ollie Watkins (5)
Athugasemdir
banner
banner
banner