Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. júní 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur: Ákvað fyrir þennan glugga að vera ekkert að pæla í því
Jón Dagur skoraði jöfnunarmark Íslands í gær.
Jón Dagur skoraði jöfnunarmark Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er farinn frá danska félaginu AGF eftir þriggja ára veru í Árósum.

Hann var spurður út í möguleg tíðindi varðandi hans framtíð í viðtali eftir leikinn gegn Albaníu í gær.

„Ég ákvað eiginlega fyrir þennan glugga að vera ekkert að pæla í því. Mig langaði að koma hérna og njóta þess að spila fótbolta með landsliðinu. Ég veit ekki hvað gerist en ég verð allavega ekki áfram í AGF," sagði Jón Dagur.

Viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Leikurinn í gær endaði með 1-1 jafntefli.
Jón Dagur um fagnið: Þarf kannski að fara prófa eitthvað nýtt
Athugasemdir
banner
banner
banner