Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. júní 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ná Hollywood stjörnurnar í Bale?
Bale í leik með Real Madrid.
Bale í leik með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Ryan Reynolds og Rob McElhenney.
Ryan Reynolds og Rob McElhenney.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið rætt og skrifað um það að Gareth Bale sé að íhuga það að hætta í fótbolta þar sem hann sé ekki með mjög mikinn áhuga lengur, en hann getur ekki hætt strax.

Bale, sem er magnaður fótboltamaður, hjálpaði Wales að tryggja sig inn á HM í fyrsta sinn í 64 ár á sunnudag er þeir lögðu Úkraínu að velli í umspilinu.

Hann er því á leið á HM í fyrsta sinn næsta vetur er mótið fer fram í Katar.

Bale þarf að finna sér nýtt félag eftir að hafa yfirgefið herbúðir Real Madrid, þar sem hann vann Meistaradeildina fimm sinnum.

Bale, sem mun mögulega bara taka eitt tímabil í viðbót, hefur verið orðaður við heimkomu til Cardiff en það er áhugi á honum frá öðru félagi í heimalandinu líka.

Wrexham, sem mistókst að komast upp úr fimmtu efstu deild Englands, dreymir um að fá Bale.

Wrexham er í eigu Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eru mjög þekktir í Hollywood. Reynolds er mjög frægur leikari en líklega er hann þekktastur fyrir hlutverk sitt sem orðljóta ofurhetjan Deadpool. Hann hefur einnig getið af sér gott orð fyrir leik sinn í gamanmyndum á borð við Van Wilder, Just Friends og The Proposal. McElhenney er þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum It's Always Sunny in Philadelphia, en hann er einnig einn af höfundum þáttarins.

Þeir keyptu félagið, sem er frá Wales og leikur í fimmtu efstu deild Englands, seint á síðasta ári. Þeir hafa verið að gera flotta hluti hingað til og augljóst er að þeir eru mjög ástríðufullir gagnvart verkefninu.

Bale talaði um það á sunnudag að hann væri búinn að fá nokkur tilboð og skaut McElhenney því inn í umræðuna á Twitter að þessum magnaða leikmanni væri velkomið að koma til Wrexham.

Það væri gaman að sjá það, Bale í fimmtu efstu deild Englands.

Sjá einnig:
Hvers vegna voru Hollywood stjörnur að kaupa Wrexham?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner