Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. júní 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paredes og Icardi ætla að vera hjá PSG út samninginn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Argentínski miðjumaðurinn Leandro Paredes á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG.


Hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma á leiktíðinni, eða aðeins 22 leiki í öllum keppnum. Það eru jafn margir leikir og hann spilaði á fyrsta hálfa árinu sínu hjá PSG.

Hinn 27 ára gamli Paredes hefur verið orðaður við brottför frá PSG í sumar en hann slær á þær sögusagnir. Það er líklega að koma nýr þjálfari til félagsins og mun Paredes reyna að sanna sig fyrir honum.

„Ég verð áfram hjá Paris Saint-Germain á næstu leiktíð. Þetta er ekki rétti tíminn til að yfirgefa félagið."

Paredes getur því skipt um félag á frjálsri sölu eftir næstu leiktíð, en hann á 113 leiki að baki fyrir PSG og 44 fyrir Argentínu.

Samherji hans og samlandi Mauro Icardi er á sama máli. Icardi á tvö ár eftir af samningnum við PSG og skoraði aðeins 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð.

„Ég er samningsbundinn PSG næstu tvö árin og ég hef ákveðið að vera áfram hjá félaginu. Ég hef engar áhyggjur af framtíðinni, ég er bara 29 ára gamall og fólk veit hver ég er eftir að hafa skorað næstum 200 mörk," sagði Icardi.



Athugasemdir
banner
banner