Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 07. júní 2023 00:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull: Svekkjandi að detta úr bikarnum þar sem tækifæri lágu
Fannst strák­arn­ir verðskulda að fá meira út úr þessu
Fannst strák­arn­ir verðskulda að fá meira út úr þessu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bald­ur kom frá­bær­lega inn, mjög öfl­ug­ur. Ég er mjög glaður með hann
Bald­ur kom frá­bær­lega inn, mjög öfl­ug­ur. Ég er mjög glaður með hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak sást haltra eftir leik.
Ísak sást haltra eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er bara mjög stolt­ur af liðinu. Mér fannst við spila frá­bær­an leik á mjög erfiðum velli gegn mjög góðu liði. Mér fannst við hafa yf­ir­hönd­ina, þeir skora snemma og ætla bara að verja sitt, sem ég skil vel."

„Mér fannst fót­bolt­inn frá­bær, við sköpuðum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Mér fannst strák­arn­ir verðskulda að fá meira út úr þessu. Það er það sem er svekkj­andi, fullt sem við tökum já­kvætt út úr þessu,"
sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap í framlengdum leik gegn KR í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Stjarnan

Liðin mættust fyrir rúmri viku síðan í Bestu deildinni og þá var talsvert minni fótbolti spilaður. „Við fór­um öðru­vísi inn í þann leik og lærðum af því, völl­ur­inn var ör­lítið betri í dag. Það var bara hug­rekki í liðinu mínu, við vor­um ákveðnir og ég er bara mjög stolt­ur af þeim."

„Við vilj­um auðvitað halda hreinu. Við vilj­um ekki fá á okk­ur tvö mörk. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þá vilj­um við auðvitað skora fleiri mörk.“


KR skoraði snemma í seinni hálfleik en Stjarnan hélt alltaf áfram og náði inn verðskulduðu jöfnunarmarki í uppbótartíma. KR skoraði svo í fyrri hálfleik framlengingunnar. Var Jökull ósáttur með hvernig menn komu inn í framlenginguna?

„Ég er alls ekki ósátt­ur með það hvernig við kom­um út í fram­leng­ing­unni. Mér fannst við vera lík­legri ef eitt­hvað er og feng­um mjög gott færi áður þeir skora."

mmAuðvitað get­ur svona leik­ur fallið hvor­u meg­in sem er en mér fannst þeir vera þreytt­ir og við vild­um keyra á þá. Svona get­ur komið fyr­ir og við hefðum kannski getað var­ist sig­ur­mark­inu bet­ur en ég er bara mjög sátt­ur með það hvernig við kom­um út."


Jökull var spurður út í Ísak Andra Sigurgeirsson sem virtist meiðast rétt áður en hann var tekinn af velli. Ísak hefur verið tæpur og spilaði t.a.m. ekki deildarleikinn gegn KR. Var skiptingin vegna meiðsla?

„Það var bara kom­inn tími á breyt­ingu. Við gerðum kannski breyt­ing­ar seint í dag en Bald­ur kom frá­bær­lega inn, mjög öfl­ug­ur. Ég er mjög glaður með hann.“

Stjörnumenn eru eðlilega svekktir eftir 120 mínútur og niðurstaðan sú að bikarævintýrinu er lokið.

„Menn eru bara svekkt­ir. Við erum dottn­ir út úr bik­arn­um og þar lágu tæki­færi. Það er mjög svekkj­andi að leggja svona mikið í þetta, koma á þenn­an völl og spila svona vel, halda þess­ari ákefð og halda þeim á sín­um vall­ar­helm­ingi en fá ekk­ert út úr því. Við sköpuðum fær­in og auðvitað eru menn svekkt­ir."

„Nei nei, bara í toppmálum. Við tök­um nudd, heita pott­inn og kalda pott­inn á morg­un. Þá erum við bara til­bún­ir og keyr­um á þetta áfram,"
sagði Jökull aðspurður hvort einhver meiðsli hefðu komið upp í leiknum.

Hann var í lok viðtals, sem sjá má í heild sinni í spilaranum, spurður út í þá staðreynd að sjö Stjörnumenn voru valdir í U19 og U21 landsliðin í dag og svo mögulega frestun á leikjum í júlí.
Athugasemdir
banner