
„Ég er bara mjög stoltur af liðinu. Mér fannst við spila frábæran leik á mjög erfiðum velli gegn mjög góðu liði. Mér fannst við hafa yfirhöndina, þeir skora snemma og ætla bara að verja sitt, sem ég skil vel."
„Mér fannst fótboltinn frábær, við sköpuðum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Mér fannst strákarnir verðskulda að fá meira út úr þessu. Það er það sem er svekkjandi, fullt sem við tökum jákvætt út úr þessu," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap í framlengdum leik gegn KR í Mjólkurbikarnum.
„Mér fannst fótboltinn frábær, við sköpuðum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Mér fannst strákarnir verðskulda að fá meira út úr þessu. Það er það sem er svekkjandi, fullt sem við tökum jákvætt út úr þessu," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap í framlengdum leik gegn KR í Mjólkurbikarnum.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 Stjarnan
Liðin mættust fyrir rúmri viku síðan í Bestu deildinni og þá var talsvert minni fótbolti spilaður. „Við fórum öðruvísi inn í þann leik og lærðum af því, völlurinn var örlítið betri í dag. Það var bara hugrekki í liðinu mínu, við vorum ákveðnir og ég er bara mjög stoltur af þeim."
„Við viljum auðvitað halda hreinu. Við viljum ekki fá á okkur tvö mörk. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þá viljum við auðvitað skora fleiri mörk.“
KR skoraði snemma í seinni hálfleik en Stjarnan hélt alltaf áfram og náði inn verðskulduðu jöfnunarmarki í uppbótartíma. KR skoraði svo í fyrri hálfleik framlengingunnar. Var Jökull ósáttur með hvernig menn komu inn í framlenginguna?
„Ég er alls ekki ósáttur með það hvernig við komum út í framlengingunni. Mér fannst við vera líklegri ef eitthvað er og fengum mjög gott færi áður þeir skora."
mmAuðvitað getur svona leikur fallið hvoru megin sem er en mér fannst þeir vera þreyttir og við vildum keyra á þá. Svona getur komið fyrir og við hefðum kannski getað varist sigurmarkinu betur en ég er bara mjög sáttur með það hvernig við komum út."
Jökull var spurður út í Ísak Andra Sigurgeirsson sem virtist meiðast rétt áður en hann var tekinn af velli. Ísak hefur verið tæpur og spilaði t.a.m. ekki deildarleikinn gegn KR. Var skiptingin vegna meiðsla?
„Það var bara kominn tími á breytingu. Við gerðum kannski breytingar seint í dag en Baldur kom frábærlega inn, mjög öflugur. Ég er mjög glaður með hann.“
Stjörnumenn eru eðlilega svekktir eftir 120 mínútur og niðurstaðan sú að bikarævintýrinu er lokið.
„Menn eru bara svekktir. Við erum dottnir út úr bikarnum og þar lágu tækifæri. Það er mjög svekkjandi að leggja svona mikið í þetta, koma á þennan völl og spila svona vel, halda þessari ákefð og halda þeim á sínum vallarhelmingi en fá ekkert út úr því. Við sköpuðum færin og auðvitað eru menn svekktir."
„Nei nei, bara í toppmálum. Við tökum nudd, heita pottinn og kalda pottinn á morgun. Þá erum við bara tilbúnir og keyrum á þetta áfram," sagði Jökull aðspurður hvort einhver meiðsli hefðu komið upp í leiknum.
Hann var í lok viðtals, sem sjá má í heild sinni í spilaranum, spurður út í þá staðreynd að sjö Stjörnumenn voru valdir í U19 og U21 landsliðin í dag og svo mögulega frestun á leikjum í júlí.
Athugasemdir