Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
"Það verður einhver þvæla, bara eitthvað algjört rugl"
Aron Elí eftir tap gegn Vestra: Vorum bestir í deildinni fannst mér
Maggi Már um rauða spjaldið: Glórulaust
"Ef við værum með sömu aðstöðu og hinir þá værum við ekki að spila þennan leik í dag"
Pétur Péturs: Það skipir engu máli
Nik: Höfum tekið skref á hverju ári
Guðni Eiríks: Hennar fyrstu viðbrögð voru að hún hafi ökklabrotnað
Gulli Gull: Daglegt líf snýst um hvort maður vinnur fótboltaleiki eða ekki
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
   mið 07. júní 2023 00:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull: Svekkjandi að detta úr bikarnum þar sem tækifæri lágu
watermark Fannst strák­arn­ir verðskulda að fá meira út úr þessu
Fannst strák­arn­ir verðskulda að fá meira út úr þessu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Bald­ur kom frá­bær­lega inn, mjög öfl­ug­ur. Ég er mjög glaður með hann
Bald­ur kom frá­bær­lega inn, mjög öfl­ug­ur. Ég er mjög glaður með hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Ísak sást haltra eftir leik.
Ísak sást haltra eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er bara mjög stolt­ur af liðinu. Mér fannst við spila frá­bær­an leik á mjög erfiðum velli gegn mjög góðu liði. Mér fannst við hafa yf­ir­hönd­ina, þeir skora snemma og ætla bara að verja sitt, sem ég skil vel."

„Mér fannst fót­bolt­inn frá­bær, við sköpuðum færi og hefðum getað skorað fleiri mörk. Mér fannst strák­arn­ir verðskulda að fá meira út úr þessu. Það er það sem er svekkj­andi, fullt sem við tökum já­kvætt út úr þessu,"
sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap í framlengdum leik gegn KR í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Stjarnan

Liðin mættust fyrir rúmri viku síðan í Bestu deildinni og þá var talsvert minni fótbolti spilaður. „Við fór­um öðru­vísi inn í þann leik og lærðum af því, völl­ur­inn var ör­lítið betri í dag. Það var bara hug­rekki í liðinu mínu, við vor­um ákveðnir og ég er bara mjög stolt­ur af þeim."

„Við vilj­um auðvitað halda hreinu. Við vilj­um ekki fá á okk­ur tvö mörk. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og þá vilj­um við auðvitað skora fleiri mörk.“


KR skoraði snemma í seinni hálfleik en Stjarnan hélt alltaf áfram og náði inn verðskulduðu jöfnunarmarki í uppbótartíma. KR skoraði svo í fyrri hálfleik framlengingunnar. Var Jökull ósáttur með hvernig menn komu inn í framlenginguna?

„Ég er alls ekki ósátt­ur með það hvernig við kom­um út í fram­leng­ing­unni. Mér fannst við vera lík­legri ef eitt­hvað er og feng­um mjög gott færi áður þeir skora."

mmAuðvitað get­ur svona leik­ur fallið hvor­u meg­in sem er en mér fannst þeir vera þreytt­ir og við vild­um keyra á þá. Svona get­ur komið fyr­ir og við hefðum kannski getað var­ist sig­ur­mark­inu bet­ur en ég er bara mjög sátt­ur með það hvernig við kom­um út."


Jökull var spurður út í Ísak Andra Sigurgeirsson sem virtist meiðast rétt áður en hann var tekinn af velli. Ísak hefur verið tæpur og spilaði t.a.m. ekki deildarleikinn gegn KR. Var skiptingin vegna meiðsla?

„Það var bara kom­inn tími á breyt­ingu. Við gerðum kannski breyt­ing­ar seint í dag en Bald­ur kom frá­bær­lega inn, mjög öfl­ug­ur. Ég er mjög glaður með hann.“

Stjörnumenn eru eðlilega svekktir eftir 120 mínútur og niðurstaðan sú að bikarævintýrinu er lokið.

„Menn eru bara svekkt­ir. Við erum dottn­ir út úr bik­arn­um og þar lágu tæki­færi. Það er mjög svekkj­andi að leggja svona mikið í þetta, koma á þenn­an völl og spila svona vel, halda þess­ari ákefð og halda þeim á sín­um vall­ar­helm­ingi en fá ekk­ert út úr því. Við sköpuðum fær­in og auðvitað eru menn svekkt­ir."

„Nei nei, bara í toppmálum. Við tök­um nudd, heita pott­inn og kalda pott­inn á morg­un. Þá erum við bara til­bún­ir og keyr­um á þetta áfram,"
sagði Jökull aðspurður hvort einhver meiðsli hefðu komið upp í leiknum.

Hann var í lok viðtals, sem sjá má í heild sinni í spilaranum, spurður út í þá staðreynd að sjö Stjörnumenn voru valdir í U19 og U21 landsliðin í dag og svo mögulega frestun á leikjum í júlí.
Athugasemdir
banner
banner