Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 23:29
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Fyrsta tap Ægis - Jafnt á Húsavík
Þróttarar urðu fyrsta liðið til að vinna Ægi
Þróttarar urðu fyrsta liðið til að vinna Ægi
Mynd: Þróttur V.
Jakob Gunnar er kominn með níu mörk í 2. deild karla
Jakob Gunnar er kominn með níu mörk í 2. deild karla
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Þróttur V. vann sterkan 3-2 útisigur á Ægi í 2. deild karla á Þorlákshöfn í kvöld. Þetta var fyrsta tap Ægis í deildinni á þessu tímabili.

Gestirnir í Þrótti komust þrisvar yfir í leiknum. Fyrst skoraði Guðni Sigþórsson áður en Sigurður Hrannar Þorsteinsson jafnaði tveimur mínútum síðar úr víti.

Jóhann Þór Arnarsson kom Þrótturum aftur yfir á 52. mínútu en aftur svöruðu heimamenn með marki Dimitrije Cokic.

Tólf mínútum fyrir leikslok gerði Jóhann Þór annað mark sitt og í þetta sinn kom ekkert svar frá heimamönnum og lokatölur því 3-2 fyrir Þrótturum.

Þróttur er í 8. sæti með 7 stig en Ægir, sem var að tapa sínum fyrsta deildarleik í kvöld, í öðru sæti með 11 stig.

Völsungur og Höttur/Huginn gerðu 2-2 jafntefli á Húsavík.

André Abed kom gestunum á bragðið á 16. mínútu en Juan Hermida jafnaði rétt undir lok fyrri hálfleiks. Jakob Gunnar Sigurðsson, 17 ára gamall lykilmaður Völsungs, gerði níunda deildarmark sitt og kom Völsungi yfir á 57. mínútu með marki úr víti áður en Sæbjörn Guðlaugsson jafnaði níu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Völsungur er í 3. sæti með 10 stig en Höttur/Huginn í 5. sæti með 9 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Ægir 2 - 3 Þróttur V.
0-1 Guðni Sigþórsson ('1 )
1-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('3 , Mark úr víti)
1-2 Jóhann Þór Arnarsson ('52 )
2-2 Dimitrije Cokic ('69 )
2-3 Jóhann Þór Arnarsson ('78 )

Völsungur 2 - 2 Höttur/Huginn
0-1 André Musa Solórzano Abed ('16 )
1-1 Juan Guardia Hermida ('41 )
2-1 Jakob Gunnar Sigurðsson ('57 , Mark úr víti)
2-2 Sæbjörn Guðlaugsson ('81 )
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 8 6 1 1 18 - 8 +10 19
2.    Víkingur Ó. 8 5 3 0 19 - 7 +12 18
3.    Ægir 8 4 3 1 15 - 9 +6 15
4.    Völsungur 8 4 1 3 17 - 11 +6 13
5.    KFA 8 4 1 3 20 - 17 +3 13
6.    Kormákur/Hvöt 8 3 2 3 8 - 8 0 11
7.    Haukar 8 3 2 3 11 - 12 -1 11
8.    Þróttur V. 8 3 1 4 8 - 14 -6 10
9.    Höttur/Huginn 8 2 3 3 16 - 20 -4 9
10.    KFG 8 2 0 6 8 - 11 -3 6
11.    Reynir S. 8 1 2 5 9 - 22 -13 5
12.    KF 8 1 1 6 8 - 18 -10 4
Athugasemdir
banner
banner
banner