
Leiknir er í þjálfaraleit eftir að Vigfús Arnar Jósefsson hætti störfum í kjölfar 5-0 taps gegn Keflavík á miðvikudagskvöld.
Jóhann Sveinsson, El Jóhann á X, er stuðningsmaður Leiknis. Hann setti inn færslu um að Leiknir ætti að hringja í Elísabetu Gunnarsdóttur og fá hana til að taka við Leikni.
Jóhann Sveinsson, El Jóhann á X, er stuðningsmaður Leiknis. Hann setti inn færslu um að Leiknir ætti að hringja í Elísabetu Gunnarsdóttur og fá hana til að taka við Leikni.
Beta, eins og hún er oftast kölluð, hefur ekki verið í starfi síðan hún hætti með Kristianstad í vetur. Hún var orðuð við stórlið Chelsea í vetur en frá því að ráðið var í þjálfarastöðuna hjá Chelsea hefur lítið heyrst af henni.
Leiknismaðurinn Freyr Alexandersson, sem er þjálfari Kortrijk og fyrrum samstarfsmaður Betu hjá Val, styður þessa hugmynd Jóhanns. Hann segir: „Besta hugmynd sem ég hef heyrt".
Leiknir er í neðsta sæti Lengjudeildarinnar með þrjú stig eftir sex umferðir.
Besta hugmynd sem ég hef heyrt ???? https://t.co/N6Ysx0phFf
— Freyr Alexandersson (@freyrale) June 7, 2024
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir