Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   fös 07. júní 2024 12:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Styður heilshugar þá hugmynd að Leiknir ráði Betu
Lengjudeildin
Elísabet og Freyr.
Elísabet og Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir er í þjálfaraleit eftir að Vigfús Arnar Jósefsson hætti störfum í kjölfar 5-0 taps gegn Keflavík á miðvikudagskvöld.

Jóhann Sveinsson, El Jóhann á X, er stuðningsmaður Leiknis. Hann setti inn færslu um að Leiknir ætti að hringja í Elísabetu Gunnarsdóttur og fá hana til að taka við Leikni.

Beta, eins og hún er oftast kölluð, hefur ekki verið í starfi síðan hún hætti með Kristianstad í vetur. Hún var orðuð við stórlið Chelsea í vetur en frá því að ráðið var í þjálfarastöðuna hjá Chelsea hefur lítið heyrst af henni.

Leiknismaðurinn Freyr Alexandersson, sem er þjálfari Kortrijk og fyrrum samstarfsmaður Betu hjá Val, styður þessa hugmynd Jóhanns. Hann segir: „Besta hugmynd sem ég hef heyrt".

Leiknir er í neðsta sæti Lengjudeildarinnar með þrjú stig eftir sex umferðir.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner