Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 07. júlí 2020 22:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Mikael Nikulásson: Vorum bara eins og aumingjar í fyrri hálfleik
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu nágrana sína frá Þrótti Vogum í heimsókn þegar flautað var til leiks í 4.umferð 2.deildar karla nú í kvöld. Þróttarar höfðu betur 0-1 í leiknum og var Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur ómyrkur í máli eftir leik.
„ Gríðarlega svekktur að hafa tapað þessum leik og það sem gerði útslagið í þessum leik er það að við vorum bara eins og aumingjar í fyrri hálfleik og gerðum okkur seka um mörg barnaleg mistök í fyrri hálfleik og spiluðum bara virkilega illa og til þess að kóróna hann þá ákváðum við að gefa þeim mark eða gefa þeim hornspyrnu og láta þá skora eftir einbeitingarleysi á síðustu mínútunni í fyrri hálfleik og ég er nokkuð viss um það að við hefðum sennilega unnið þennan leik ef við hefðum farið með 0-0 í hálfleik en það gaf þeim auka kraft að komast yfir 1-0 og vera 1-0 yfir, við vorum mikið betri í seinni hálfleik og vorum bæði betra liðið á vellinum og spiluðum betur sjálfir en í fyrri hálfleik en einhvernveginn höfðu menn ekki trú á þessu, að geta skorað og við vorum bara sjálfum okkur verstir fannst mér." 

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Þróttur V.

Bæði lið fengu fín færi til þess að gera út um leikinn en Þróttur Vogum komust meðal annars í skotfæri á opið mark í fyrri hálfleik en Mikael var þó ekki alveg á sama máli.
„Veit það nú ekki, við fengum nokkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, ég man nú ekki eftir mörgum færum frá þeim fyrir utan eitt dauðafæri, ég held þeir hafi ekki átt skot á markið í seinni hálfleik en það getur vel verið að mig sé að misminna eitthvað en við fengum fín færi í fyrri hálfleik, 3-4 fín færi, við fengum minna í seinni hálfleik, mér fannst við ekki vera skapa mikið í seinni hálfleik og þeir sköpuðu ekki neitt en og við spiluðum samt betur en það skiptir ekki máli, við gerðum í brók í fyrri hálfleik og töpuðum þessum leik."

Brynjar Þór Gestsson þjálfari Þróttar Vogum er í tímabundnu leyfi frá þjálfarastarfi sínu en Mikael vildi þó ekki meina að það hafi verið erfiðara fyrir vikið að leggja upp þennan leik.
„Nei, ekkert erfiðara og ég vissi alveg hvernig þeir myndu spila og ég tel að við höfum bara sett þetta ágætlega upp en hausinn þarf að fylgja þegar menn spila fótbolta og menn þurfa að vilja og nenna að berjast og maður þarf að nenna að fara í annann boltann og maður þarf að geta þessi grundvallaratriði, tekið á móti boltanum og sent 1-2 metra sendingar, við gátum það ekki í fyrri hálfleik. Það breyttist í seinni hálfleik en þá var það bara orðið of seint og sjálfstraustið er bara ekki meira í liðinu en það að þegar við lentum undir og eiginlega það sama og gegn Kórdrengjum í síðustu umferð að þá vorum við miklu betri en þeir þangað til við lentum undir og þá fer þetta einhvernvegin í einhvern doða hjá okkur og við bara náðum ekki að skora og það var eiginlega ótrúlegt í þessum leik og það er bara þannig." 

Meira var rætt við Mikael en viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner