Það er óvíst hvort Ísak Snær Þorvaldsson verði með ÍA í næsta leik liðsins í Pepsi Max-deildinni.
Ísak er ekki viss hvort hann verði klár fyrir næsta leik liðsins sem er gegn Leikni Reykjavík þann 12. júlí.
„Ég ætla bara að taka einn dag í einu og sjá hvað gerist. Bíðum þangað til í næsta leik og sjáum hvort ég verði klár. Ég er búinn að finna til í náranum í nokkra daga og í einni tæklingu þá fór nárinn alveg í kvöld,“ sagði Ísak við Mbl. eftir leik ÍA og Víkings á mánudag.
Sjá einnig:
„Okkar leikmaður þangað til Norwich ákveður að gera eitthvað annað"
ÍA er í botnsæti Pepsi Max-deildarinar og er með sex stig eftir 11 leiki.
Athugasemdir