Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 07. júlí 2024 20:51
Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn: Sama fýlan af þessum mörkum
Kvenaboltinn
Jói fagnar í leikslok.
Jói fagnar í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær, hann var næstum því fullkominn. Liðið frábært og eiginlega ekki hægt að biðja um meira, 3-0," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir 2 - 4 útisigur á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Þór/KA

„Við ræddum svo í hálfleik, og vorum heiðarleg við okkur sjálf með það, að tölfræðin segir að þegar þú ert með 3-0 forystu í hálfleik og kemur út í seinni þá tekurðu fótinn af bensíngjöfinni þó þú ætlir þér innilega ekki að gera það. Hitt liðið ætlar svo að spyrna við fótum sem þær gerðu vel. Þróttur spilaði ekki góðan fyrri hálfleik, við spiluðum frábæran fyrri hálfleik. Þróttur spilaði betur í seinni og við vorum ekki nógu góðar í seinni. Markið sem Karen skorar í seinni slær vindinn úr þeim að mestu leiti og klárar leikinn. Það var óþarfi að gefa þessi tvö mörk, ég ætla að biðja þig að spyrja ekki út í mörkin sem við fáum á okkur, þetta er einhver sirkus og mig langar ekkert að tala við það."

Þú ert greinilega ósáttur við þau?

„Já, ég er mjög ósáttur við þessi tvö mörk. Það er högg að fá á sig mörk, og högg að fá á sig mörk á ákveðinnn hátt. Við höfum verið í prógrammi undanfarið þar sem við töpum fyrir Val í blálok leiks, Breiðabliki í blálok seinni helmings framlengingar. Það er sama fílan af þessum mörkum," sagði Jói. Aðspurður hvort það væri skortur á einbeitingu sagði hann: „Eigum við ekki að segja það? Það er eitthvað svoleiðis." Eitthvað þarf að fara úrskeiðis svo einhver geti skorað mark."

Nánar er rætt við Jóa í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir frammistöðu Söndru Maríu Jessen og Huldu Óskar Jónsdóttur og fríið sem er framundan. Hann svarar því hvort hann muni nýta fríið í að fara suður til Reykjavíkur í frí.
Athugasemdir
banner