Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
   sun 07. júlí 2024 20:51
Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn: Sama fýlan af þessum mörkum
Jói fagnar í leikslok.
Jói fagnar í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær, hann var næstum því fullkominn. Liðið frábært og eiginlega ekki hægt að biðja um meira, 3-0," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir 2 - 4 útisigur á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Þór/KA

„Við ræddum svo í hálfleik, og vorum heiðarleg við okkur sjálf með það, að tölfræðin segir að þegar þú ert með 3-0 forystu í hálfleik og kemur út í seinni þá tekurðu fótinn af bensíngjöfinni þó þú ætlir þér innilega ekki að gera það. Hitt liðið ætlar svo að spyrna við fótum sem þær gerðu vel. Þróttur spilaði ekki góðan fyrri hálfleik, við spiluðum frábæran fyrri hálfleik. Þróttur spilaði betur í seinni og við vorum ekki nógu góðar í seinni. Markið sem Karen skorar í seinni slær vindinn úr þeim að mestu leiti og klárar leikinn. Það var óþarfi að gefa þessi tvö mörk, ég ætla að biðja þig að spyrja ekki út í mörkin sem við fáum á okkur, þetta er einhver sirkus og mig langar ekkert að tala við það."

Þú ert greinilega ósáttur við þau?

„Já, ég er mjög ósáttur við þessi tvö mörk. Það er högg að fá á sig mörk, og högg að fá á sig mörk á ákveðinnn hátt. Við höfum verið í prógrammi undanfarið þar sem við töpum fyrir Val í blálok leiks, Breiðabliki í blálok seinni helmings framlengingar. Það er sama fílan af þessum mörkum," sagði Jói. Aðspurður hvort það væri skortur á einbeitingu sagði hann: „Eigum við ekki að segja það? Það er eitthvað svoleiðis." Eitthvað þarf að fara úrskeiðis svo einhver geti skorað mark."

Nánar er rætt við Jóa í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir frammistöðu Söndru Maríu Jessen og Huldu Óskar Jónsdóttur og fríið sem er framundan. Hann svarar því hvort hann muni nýta fríið í að fara suður til Reykjavíkur í frí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner