Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Karma beit Araujo í rassinn
Endrick og Ronald Araujo í leiknum
Endrick og Ronald Araujo í leiknum
Mynd: Getty Images
Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona og Úrúgvæ, meiddist í leik landsliðsins gegn Brasilíu í Copa America í nótt, en það má segja að karma hafi bitið hann í rassinn.

Það var svakalegur hiti í leik þjóðanna. Evrópumótið hefur verið svæfandi miðað við fjörið sem hefur átt sér stað í Copa America.

Frá fyrstu mínútu mátti finna ríginn á milli þessara þjóða þegar tæpur hálftími var liðinn beitti Araujo fantabrögðum gegn hinum 17 ára gamla Endrick.

Araujo var að skokka í átt að teignum með Endrick fyrir framan sig og ákvað að setja öxlina af þunga í bakið á táningnum sem féll í grasið. Kannski einhver skilaboð um það sem koma skal í La Liga á næsta tímabili, en Endrick mun ganga í raðir erkifjendanna í Real Madrid í sumar.

Raphinha, leikmaður Brasilíu og samherji Araujo hjá Barcelona, var ekki ánægður með framferði Araujo og fleygði honum í grasið.

Nokkrum mínútum síðar meiddist Araujo og þurfti að fara af velli vegna meiðsla en það vakti athygli að Endrick var sá sem fór til Araujo til að athuga hvort það væri allt í lagi með hann. Endrick fljótur að fyrirgefa, en það gerir karma ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner