Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. ágúst 2020 22:00
Aksentije Milisic
Varane tekur tapið á sig
Varane svekktur í kvöld.
Varane svekktur í kvöld.
Mynd: Getty Images
Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, átti slæma leik í kvöld þegar liðið datt úr keppni í Meistaradeild Evrópu.

Manchester City lagði Real að velli 2-1 en bæði mörkin sem City skoraði í leiknum komu eftir slæm mistök frá Raphael Varane. Í fyrra markinu lét hann Gabriel Jesus hrifsa af sér knöttinn og í því öðru átti hann misheppnaðan skalla til baka. Jesus komst á milli og skoraði.

„Þetta tap er mér að kenna," sagði Varane við spænska blaðið Marca.

„Ég verð að taka ábyrgð á þessu. Við undirbjuggum okkur mjög vel en þessi mistök voru dýrkeyp. Ég er mjög sár fyrir liðsfélaga mína núna."

Real kveður því keppnina á þessu tímabili en Manchester City er á leiðinni til Portúgals þar sem liðið mætir Lyon í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner