
„Mér fannst þetta vera vonbrigði úr því sem komið var. Við þurftum að gera breytingar og vorum að missa leikmenn sem hafa verið að glíma við veikindi og meiðsli. Það gekk bara svona eins og það fór en heilt yfir finnst mér þetta vera mikil vonbrigði. Ekki sanngjörn niðurstaða. Þegar þú ert að spila á móti liði eins og Breiðablik sem eru með svona marga góða leikmenn sem þær hafa safnað að sér þá er rosa erfitt að ráða við svona margar breytingar. 2 mörk á útivelli á að í það að fá eitthvað. Heilt yfir hefði maður sætt sig vel við eitt stig.“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir 4-2 tap á útivelli gegn Breiðablik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 2 Þór/KA
Þú hlýtur að vera ósáttur með varnarleikinn hjá þínum konum í dag?
„Já þetta er rosa klaufalegt. Þegar maður fær á sig mark lítur maður oft út eins og bjáni. Í þessu tilfelli litum við þannig út þegar þær skoruðu rosa auðveld mörk á okkur. Við erum klaufar þegar við fáum á okkur þessi mörk og ég er mjög ósáttur með það. Svona er þetta. Yfirleitt þarf einhver mistök til svo andstæðingarnir skora mark. En við hjálpuðum þeim fullmikið með þessi mörk í dag.“
Fannst þér þetta fjara eitthvað út í seinni hálfelik eftir mjög góðan fyrri hálfleik?
„Þetta fjaraði ekki út því við vorum með Blikana þar sem við vildum hafa þær. Í seinni hálfleik verða menn líka að átta sig á því að Breiðablik eru með gífurlega sterkt lið og það væri óeðlilegt ef þær hefðu ekki bitið frá sér verandi undir á heimavelli. Ég hefði áhyggjur ef ég væri Bliki ef það hefði ekki gerst. Þær eru með gífurlega stóran hóp. Við erum ósátt með það að hafa ekki skorað fleiri mörk þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk. Við hefðum átt að nýta þessar stöður og þessi pláss sem við fengum til þess að skora. Síðan jöfnum við í 2-2 og þar hefðum við getað gert mun betur.“
Varst þú ósáttur með eitthvað sérstakt, fannst þér leikurinn tapst á einhverjum ákveðnum stað á vellinum?
„Nei það er ekki hægt að segja það. Við erum bara ein heild í þessu, bæði við sem erum fyrir utan og síðan stelpurnar inn á vellinum. Þegar Breiðablik skorar mark þá er verið að skora á okkur. Ég get ekki veirð að benda á eitthvað eitt. Þær eru með gæði í að klára svona færi.“
Hvernig metur þú framhaldið?
„Þetta var þriðji leikurinn sem við erum að taka á ansi skömmum tíma. Tveir af þeim voru erfiðir útileikir. Bara fulleinbeiting á að ná sér og hvíla sig og byrja á að því að undirbúa sig fyrir Val. Við þurfum að ná í fleiri stig á útivelli og það er síðasti séns í það núna í næsta leik. Ég er mjög bjartsýnn á það og framhaldið.“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir 4-2 tap á móti Breiðablik.