Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
banner
   mið 07. ágúst 2024 00:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Jakob átti flottan leik í kvöld.
Jakob átti flottan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, lá á jörðinni þegar KA menn fögnuðu sigri gegn Val í kvöld. Jakob fór í jörðina í þann mund sem Jóhann Ingi Jónsson flautaði til leiksloka.

Hann ræddi við Fótbolta.net um atvikið eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Það er lítið eftir, Harley (Willard) er með boltann og ég ætla bara hlaupa í gegn, Síðan bara veit ég af mér í jörðinni. Það var einhver þarn sem steig harkalega inn í mig, sá ekki hvort þetta var öxl eða olnbogi. Ég fékk einhvern skurð og hnikk. Ég held að þetta hafi verið óþarfi, verið aðeins meiri vilji í þessu en þurfti að vera."

Blóð var á andliti og treyju Jakobs eftir atvikið. „Ég held ég hafi ekki vankast. Mér er aðallega illt í hálsinum og menn báðu mig um að bíða aðeins áður en ég stæði upp. Ég ætla ekki að grenja yfir þessu, við unnum og maður er ánægður með það. En svona... frekar ósáttur með þetta. Það er bara áfram gakk."

Orri SIgurður Ómarsson, leikmaður Vals, fór í Jakob og gekk svo í burtu frá honum. Stuðningsmenn KA létu Orra heyra það þegar hann svo gekk af velli eftir leik. Í sjónvarpsútsendingu sést atvikið ekki en Jakob sést hins vegar liggja í grasinu eftir lokaflautið.

„Ég held þetta hafi örugglega verið eina atvikið sem við áttumst við í leiknum, veit ekki hvað þetta var. Ég held þetta hafi bara verið þreyta í honum; að hann hafi ekki nennt að elta mig í restina. Þetta var full harkalegt," sagði Jakob.

Dómarar leiksins misstu líklega af atvikinu því engin samskipti áttu sér stað við Orra áður en menn héldu til búningsherbergja.

Jakob ræðir nánar um leikinn, endurkomuna úr meiðslum og breytingu á gengi KA í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni efst.
Athugasemdir
banner
banner