Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. september 2021 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Stjórnin hafði heldur litla þolinmæði fyrir því"
Lengjudeildin
Orri hætti í gær sem þjálfari Þórs.
Orri hætti í gær sem þjálfari Þórs.
Mynd: Raggi Óla
Í vetur skrifaði Orri undir þriggja ára samning við Þór.
Í vetur skrifaði Orri undir þriggja ára samning við Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Markavélin Alvaro Montejo.
Markavélin Alvaro Montejo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Freyr Hjaltalín hætti í gær sem þjálfari Þórs. Hann tók við þjálfun liðsins eftir síðasta tímabil en gengið á þessu ári hefur verið erfitt og þá sérstaklega að undanförnu.

Í síðustu átta leikjum (sjö í deild og einn í bikar) hefur liðið ekki skorað mark og tapað sjö af þeim. Liðið er í 10. sæti Lengjudeildarinnar og getur enn tölfræðilega fallið.

Fótbolti.net heyrði í Orra í dag og spurði hann út í tíðindi gærdagsins.

„Það er ekki nógu góður árangur myndi ég segja að sé ástæðan fyrir þessari ákvörðun í gær," sagði Orri.

Er þetta ákvörðun þín að hætta?

„Á þessum tímapunkti er þetta samkomulag, en það er nokkuð ljóst að ég hefði ekki verið áfram á næsta ári."

Þú gerðir þriggja ára samning, það er einhver framtíðarhugsun á bakvið það. Niðurstaðan er svo sú að samstarfinu er slitið.

„Stjórnin hafði heldur litla þolinmæði fyrir því. Ég er svekktur með að þeir hafi farið af þessari leið en ekkert svekktur með að ég sé hættur. Þetta er langréttasta leiðin fyrir félagið og ætla að reyna eitthvað annað væri bara heimskulegt."

Enginn stöðugleiki
Hvað þarf Þór að gera í framtíðinni upp á að ná aðeins meiri stöðugleika í þjálfaramálum?

„Ég er þjálfari held ég númer sjö á sjö eða átta árum. Það er enginn stöðugleiki og þá sérstaklega í baklandinu, það þarf að vera miklu miklu sterkara. Sýnin þarf að vera miklu skýrari, allir að fara í sömu átt. Á meðan þetta er í ólagi og það eru yfirleitt endalaus skipti á stjórnarmönnum milli ára, þá verður enginn árangur inn á vellinum."

Gátu bara ekki skorað
Gengið í síðustu leikjum er búið að vera erfitt, er eitthvað sýnilegt sem gerist eða er það bara minnkandi sjálfstraust með hverjum leik?

„Þegar við leyfum Alvaro að fara þá átti ég þrjá leikmenn sem hefðu getað leyst hann af hólmi en þeir meiðast allir í eiginlega sömu vikunni og eru frá út tímabilið. Þá þurftum við að setja varnarmann upp á topp og einn sautján ára inn."

„Við spiluðum illa í nokkrum af þessum leikjum en síðustu þrír voru allt í lagi, við gátum bara ekki skorað. Við fengum alveg aragrúa af færum í þessum leikjum."


Alvaro var með bullandi heimþrá
Alvaro yfirgaf Þór í lok júní til að spila með liði sínu heima á Spáni. Þú segir að 'við leyfum Alvaro að fara', hver tekur þessa ákvörðun og var aldrei spurning um að hleypa honum til Spánar?

„Við viljum ekki hafa leikmenn hjá okkur sem vilja ekki vera hjá okkur. Hann var með bullandi heimþrá og við vorum ekki að fara standa í vegi fyrir honum með það. Við vorum á þeim tíma í fínum málum og mér fannst það vera kjörið tækifæri fyrir okkar stráka að stíga upp og taka við keflinu."

Verða að gera alvöru leikmenn úr þessum gæjum
Það eru ungir leikmenn sem hafa fengið mikið af mínútum í sumar. Það er hægt að horfa jákvæðum augum á það.

„Okkar yngri kynslóð, við erum með einhverja 5-6 kornunga, þetta er bara framtíð félagsins og ef Þór ætlar að gera eitthvað af viti í framtíðinni þá verða þeir að gera alvöru leikmenn úr þessum gæjum. Þeir þurfa að vera í stórum hlutverkum, alveg 100%," sagði Orri að lokum.

Það eru sjö leikmenn sem fæddir eru árið 2000 eða síðar sem hafa verið í þokkalegu stóru hlutverki (9 leikir eða meira) í Þórsliðinu í sumar. Þrír leikmenn sem eru fæddir árið 2004 hafa spilað sex leiki eða meira.

Þeir Jón Stefán Jónsson og Sveinn Elías Jónsson þjálfa liðið út þetta tímabil.

Viðtöl við Orra fyrir mót:
„Maður er búinn að eyða ansi mörgum klukkustundum hérna"
„Erum að koma upp með kynslóðir leikmanna sem eru bara drullugóðir í fótbolta"
„Horfum pínu í það að fara rétta leið upp"
Athugasemdir
banner
banner
banner