Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   lau 07. september 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Spennandi barátta um land allt
Fram getur komist upp í Bestu deildina
Fram getur komist upp í Bestu deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir á möguleika á að komast upp í 2. deild
Víðir á möguleika á að komast upp í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan er stór og mikilvægur dagur í íslenska boltanum en mörg lið geta komið sér upp um deild og þá gætu önnur fallið.

Spilað er í neðri hlutanum í Bestu deild kvenna. Ef Tindastóll vinnur Fylki er ljóst að niðurstaðan ræðst í neðri hlutanum, Keflavík og Fylkir falla þá bæði.

Njarðvík og Keflavík eigast við í 21. umferð Lengjudeildar karla en Keflvíkingar geta með sigri komið sér á toppinn. Njarðvík þarf sigur til að eiga góðan möguleika á að komast í umspil.

Í Lengjudeild kvenna eru tveir leikir í sviðsljósinu. Fram, sem er í öðru sæti, mætir toppliði FHL á meðan Grótta heimsækir ÍA. Fram er fyrir ofan Gróttu á markatölu, en bæði eru með 31 stig og berjast um síðasta lausa sætið í Bestu.

Víðir getur þá með hagstæðum úrslitum komist upp úr 3. deild karla en liðið mætir Magna í Garði. Sigur kemur Víði í þægilega stöðu, en það gæti orðið frábær dagur ef liðið vinnur og Augnablik og Árbær tapa stigum. Það myndi þýða að Víðir tekur síðasta lausa sætið í 2. deild.

Að lokum getur Ýmir komið sér upp úr 4. deildinni. Liðið þarf aðeins stig gegn Hamri en leikurinn er spilaður í Kórnum.

Leikir dagsins:

Besta-deild kvenna - Neðri hluti
14:00 Tindastóll-Fylkir (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Keflavík-Stjarnan (HS Orku völlurinn)

Lengjudeild karla
16:15 Njarðvík-Keflavík (Rafholtsvöllurinn)

Lengjudeild kvenna
14:00 ÍA-Grótta (Akraneshöllin)
14:00 Fram-FHL (Lambhagavöllurinn)
14:00 ÍR-Afturelding (ÍR-völlur)
14:00 HK-ÍBV (Kórinn)
14:00 Selfoss-Grindavík (JÁVERK-völlurinn)

2. deild kvenna - B úrslit
16:00 Sindri-Fjölnir (Jökulfellsvöllurinn)
16:00 KH-Augnablik (Valsvöllur)

2. deild kvenna - C úrslit
13:00 Álftanes-Vestri (OnePlus völlurinn)
14:00 Smári-Dalvík/Reynir (Fagrilundur - gervigras)

3. deild karla
14:00 Víðir-Magni (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Hvíti riddarinn-ÍH (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Vængir Júpiters-Sindri (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 Elliði-Árbær (Würth völlurinn)
16:30 KFK-KV (Fagrilundur - gervigras)
17:00 Kári-Augnablik (Akraneshöllin)

4. deild karla
14:00 RB-KFS (Nettóhöllin)
14:00 Kría-KH (Vivaldivöllurinn)
14:00 KÁ-Tindastóll (BIRTU völlurinn)
16:30 Ýmir-Hamar (Kórinn)

5. deild karla - úrslitakeppni
13:00 Mídas-Hafnir (Víkingsvöllur)
16:00 Álftanes-Smári (OnePlus völlurinn)
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Stjarnan 21 7 4 10 29 - 41 -12 25
2.    Tindastóll 21 5 4 12 26 - 44 -18 19
3.    Keflavík 21 4 2 15 25 - 43 -18 14
4.    Fylkir 21 3 4 14 20 - 42 -22 13
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 18 13 1 4 62 - 35 +27 40
2.    Fram 18 10 4 4 42 - 24 +18 34
3.    Grótta 18 10 4 4 28 - 23 +5 34
4.    HK 18 9 3 6 42 - 29 +13 30
5.    ÍA 18 8 2 8 27 - 31 -4 26
6.    ÍBV 18 8 1 9 29 - 32 -3 25
7.    Afturelding 18 6 4 8 24 - 30 -6 22
8.    Grindavík 18 6 3 9 24 - 26 -2 21
9.    Selfoss 18 3 6 9 18 - 29 -11 15
10.    ÍR 18 2 2 14 18 - 55 -37 8
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 22 14 5 3 63 - 25 +38 47
2.    Víðir 22 13 6 3 54 - 25 +29 45
3.    Árbær 22 14 3 5 47 - 32 +15 45
4.    Augnablik 22 12 4 6 46 - 30 +16 40
5.    Magni 22 9 6 7 35 - 38 -3 33
6.    Hvíti riddarinn 22 8 2 12 45 - 49 -4 26
7.    ÍH 22 7 4 11 61 - 63 -2 25
8.    KV 22 8 1 13 36 - 50 -14 25
9.    KFK 22 8 1 13 39 - 59 -20 25
10.    Sindri 22 7 3 12 40 - 49 -9 24
11.    Elliði 22 7 2 13 32 - 54 -22 23
12.    Vængir Júpiters 22 5 3 14 37 - 61 -24 18
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tindastóll 18 13 4 1 48 - 14 +34 43
2.    Ýmir 18 11 4 3 50 - 29 +21 37
3.    Árborg 18 10 5 3 46 - 28 +18 35
4.    Hamar 18 9 3 6 45 - 41 +4 30
5.    KÁ 18 5 7 6 41 - 39 +2 22
6.    KH 18 7 1 10 50 - 52 -2 22
7.    Kría 18 6 3 9 38 - 60 -22 21
8.    KFS 18 5 2 11 45 - 46 -1 17
9.    Skallagrímur 18 5 2 11 34 - 40 -6 17
10.    RB 18 2 3 13 26 - 74 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner