Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 07. október 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Sandra: Glöð með að vera komin á þennan stað
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun þriðjudag mætast Lettland og Ísland í undankeppni EM kvenna en leikurinn verður klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið er mun hærra skrifað en það lettneska og stelpurnar okkar eru staðráðnar í að tryggja sér þriðja sigurinn í jafnmörgum leikjum.

„Þetta verður erfitt en það eru allar tilbúnar í að gera vel og ná í þrjú stig. Það er erfitt að fara í útileik svona lengst í burtu en þetta snýst fyrst og fremst um það hjá okkur að ná upp góðum leik," segir markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir.

Sandra er aðalmarkvörður landsliðsins í dag eftir að hafa verið ansi marga leiki á bekknum. Hvernig er að vera markvörður númer eitt?

„Tlfinningin er góð. Þetta er eitthvað sem ég var búin að stefna að í langan tíma. Ég er bara glöð með að vera komin á þennan stað. Ég hef gert vel í mínum málum og spilað ágætlega svo ég er bara sátt."

Sandra ætlar ekki að láta treyju númer eitt af hendi.

„Nei nei en það er gríðarleg samkeppni. Við erum með ungar og efnilega markmenn sem eru nartandi í hælana á mér. Framtíðin er björt þar finnst mér."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir