Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   mán 07. október 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Sandra: Glöð með að vera komin á þennan stað
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun þriðjudag mætast Lettland og Ísland í undankeppni EM kvenna en leikurinn verður klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið er mun hærra skrifað en það lettneska og stelpurnar okkar eru staðráðnar í að tryggja sér þriðja sigurinn í jafnmörgum leikjum.

„Þetta verður erfitt en það eru allar tilbúnar í að gera vel og ná í þrjú stig. Það er erfitt að fara í útileik svona lengst í burtu en þetta snýst fyrst og fremst um það hjá okkur að ná upp góðum leik," segir markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir.

Sandra er aðalmarkvörður landsliðsins í dag eftir að hafa verið ansi marga leiki á bekknum. Hvernig er að vera markvörður númer eitt?

„Tlfinningin er góð. Þetta er eitthvað sem ég var búin að stefna að í langan tíma. Ég er bara glöð með að vera komin á þennan stað. Ég hef gert vel í mínum málum og spilað ágætlega svo ég er bara sátt."

Sandra ætlar ekki að láta treyju númer eitt af hendi.

„Nei nei en það er gríðarleg samkeppni. Við erum með ungar og efnilega markmenn sem eru nartandi í hælana á mér. Framtíðin er björt þar finnst mér."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner