Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2020 10:58
Magnús Már Einarsson
Síðasti séns hjá gullkynslóðinni? - Yrði afrek að fara á þrjú stórmót í röð
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir stórleikinn gegn Rúmenum í umspili um sæti á EM.

Ísland fór á EM 2016 og HM 2018 og nú getur liðið farið á EM á næsta ári. Aron var spurður að því hvort að þetta sé síðasti séns á stórmóti fyrir kjarnann í leikmannahópnum.

„Það er hægt að tala um það þannig," svaraði Aron að bragði.

„Að ná þeim árangri að fara á þrjú stórmót í röð yrði gríðarlegt afrek. Það er það sem við stefnum klárlega að. Við vitum að þessi leikur á móti Rúmeníu verður erfiður."

„Við erum búnir að fara vel yfir þá, í hverju þeir eru sterkir í og hverju þeir eru veikir í. Við þurfum að nýta okkur það og nýta okkur reynsluna. Við eigum reynslu af þessum úrslitaleikjum og þurfum að nýta reynsluna úr því."


Allir leikmenn íslenska liðsins eru heilir heilsu en í hópnum eru til að mynda allir leikmennirnir sem voru í byrjunarliðinu á EM í Frakklandi árið 2016.

„Manni líður vel. Þetta er í fyrsta skipti sem Erik (Hamren) hefur fengið alla þessa leikmenn. Það hefur verið mikið um meiðsli hér og þar. Stermningin er góð og við erum fulliir sjálfstrausts í þetta verkefni."
Athugasemdir
banner
banner