Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. október 2020 08:49
Magnús Már Einarsson
Smit í U21 hjá Ítalíu - Leikurinn við Ísland í hættu?
Úr leik hjá U21 landsliði Íslnads.
Úr leik hjá U21 landsliði Íslnads.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir ónefndir leikmenn U21 landsliðs Ítalíu greindust með kórónuveiruna í prófi sem leikmenn fóru í.

Ítalska liðið á að mæta Íslandi í toppbaráttuslag í undankeppni EM á Víkingsvelli á föstudag.

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu er leikurinn nú í hættu en allur leikmannahópur Ítala hefur verið settur í sóttkví.

Leikmennirnir smituðu eru í einangrun en þeir eru einkennalausir.

La Gazzetta dello Sport segir að annar af leikmönnunum sé Alessandro Bastoni, varnarmaður Inter.

Leikurinn á föstudag er mjög þýðingarmikill fyrir bæði lið í baráttunni um sæti á EM.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner