Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 07. október 2024 15:30
Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti slapp með tiltal í kjölfar marks Patrick Pedersen
Elías Ingi veitir Arnóri Gauta tiltal í gær.
Elías Ingi veitir Arnóri Gauta tiltal í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Menn tókust á í leik Breiðabliks og Vals í Bestu-deild karla í gærkvöldi en leiknum lauk með 2 - 2 jafntefli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

Arnór Gauti Jónsson hafði verið að ergja leikmenn Vals í leiknum og fékk tiltal í fyrri hálfleik fyrir að atast í Kristni Frey Sigurðssyni.

Þegar Patrick Pedersen skoraði annað mark Vals í leiknum og kom þeim í 1 - 2 mátti sjá Arnór Gauta lenda upp á kant við Aron Jóhannsson.

Aron fagnaði í andlitið á Arnóri Gauta sem hrinti Valsmanninum í grasið. Aron flaug með tilþrifum nokkra metra en Elías Ingi Árnason dómari hélt ró sinni, veiti Arnóri Gauta aftur tiltal og þegar hann lét ekki segjast og hélt áfram að atast í Aroni ýtti Elías Ingi honum í burtu eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Athugasemdir
banner
banner
banner