Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mán 07. október 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil ekki rekinn
Powerade
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Gary O'Neil verður ekki rekinn.
Gary O'Neil verður ekki rekinn.
Mynd: EPA
Eberechi Eze orðaður við Liverpool.
Eberechi Eze orðaður við Liverpool.
Mynd: EPA
Real Madrid flýtir áætlunum sínum um að reyna að fá Trent Alexander-Arnold og Liverpool vill fá leikmann Crystal Palace. Þetta og fleira í mánudagsslúðrinu.

Real Madrid hafði áætlað að reyna að fá enska hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold (25) á frjálsri sölu næsta sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út, en gæti gert janúartilboð eftir að spænski varnarmaðurinn Dani Carvajal (32) varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum. (Sport)

Liverpool heldur áfram samningaviðræðum við varnarmennina Jarell Quansah (21) og Ibrahima Konate (25). (Mirror)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (31) á í viðræðum við Juventus um riftun á samningi. Þegar því er lokið ætlar franski miðjumaðurinn að finna sér nýtt félag eftir að lyfjadómstóll stytti leikbann hans. (Mail)

Wolves ætlar ekki að reka Gary O'Neil og mun gefa honum tíma til að snúa genginu við eftir sex tapleiki í fyrstu sjö leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni. (Telegraph)

Mario Lemina (31) fyrirliði Wolves segir að aðeins lygarar og svikahrappar kenni Gary O'Neil um dapra byrjun liðsins. Stjórinn sé alls ekki vandamálið. (BBC)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist hafa óttast að markvörðurinn Ederson (31) myndi yfirgefa félagið í sumar þegar Sádi-arabíska félagið Al-Nassr gerði tilboð. Guardiola sannfærði brasilíska landsliðsmanninn um að vera áfram. (Times)

Manchester City hefur lagt 80 milljónir punda til hliðar fyrir janúargluggann eftir meiðsli Rodri. (Football Insider)

West Ham hefur áhuga á að fá Ayoze Perez (31) fyrrum framherja Leicester og Newcastle aftur í ensku úrvalsdeildina. Perez er hjá Villarreal og Hamrarnir telja að hann geti bætt sóknarmöguleika sína. (Caught Offside)

Fyrrverandi stjóri Barcelona, ??Xavi, er talinn flottur kostur til að taka við Manchester United og stýra endurreisnarverkefni á Old Trafford ef Erik ten Hag verður látinn fara. (El Nacional)

Paul Scholes undrar sig á því að Manchester United sé svona slappt þrátt fyrir öll leikmannakaupin undir Ten Hag. Hann gagnrýnir Rasmus Höjlund, Joshua Zirkzee, Manuel Ugarte, Lisandro Martinez og Matthijs de Ligt. (Mail)

Vonir Newcastle United um að fá Jonathan David (24) framherja Lille hafa minnkað verulega eftir að Barcelona blandaði sér í leikinn. (Shields Gazette)

Liverpool hefur blandað sér í kapphlaup við Newcastle United og Tottenham um Eberechi Eze (26) hjá Crystal Palace. (Football Insider)

Barcelona fylgist með Leroy Sane (28) kantmanni Bayern München sem verður samningslaus í lok tímabilsins. (Sport)

Ensk úrvalsdeildarfélög, þar á meðal Arsenal, Wolves, Everton og Chelsea, hafa fylgst náið með með Joao Pedro Chermont (18) varnarmanni Santos. (Caught Offside)

Cristiano Giuntoli, íþróttastjóri Juventus, hefur gefið í skyn að félagið sé í viðræðum við serbneska framherjann Dusan Vlahovic (24) um að framlengja samning sinn. (DAZN)
Athugasemdir
banner
banner
banner