Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester að spila betur undir Rodgers heldur en Ranieri
Mynd: Getty Images
Leicester City hefur farið feykilega vel af stað í haust og situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum eftir toppliði Liverpool og þremur stigum á undan Englandsmeisturum Manchester City.

Brendan Rodgers hefur fengið mikið lof fyrir þetta frábæra gengi lærisveina sinna og er tölfræðin svo sannarlega með honum í liði.

Ef þetta tímabil er borið saman við 2015-16 þegar Claudio Ranieri stýrði Leicester afar óvænt til úrvalsdeildartitilsins, þá gengur liðinu talsvert betur í ár.

Liðið tekur fleiri skot núna heldur en fyrir fjórum árum, skorar meira, fær færri mörk á sig, tekur fleiri skot, fær færri skot á sig, heldur boltanum betur og nær í fleiri stig á leik.

Varnarvinnan undir stjórn Rodgers hefur verið frábær og er Leicester með bestu varnartölfræði deildarinnar, eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Stats Comparison: Leicester 2015/16 vs Leicester 2019/20 from r/soccer



Leicester City's defensive statistics this season from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner