Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lo Celso falur fyrir 27 milljónir - Kostar 35 næsta sumar
Mynd: Getty Images
Argentínski miðjumaðurinn Giovani Lo Celso gekk í raðir Tottenham á eins árs lánssamningi á lokadegi sumargluggans.

Honum hefur ekki gengið vel hjá sínu félagi og hafa meiðsli sett strik í reikninginn en framtíð hans er þó óljós.

Staðan er þannig að Tottenham verður að kaupa Lo Celso ef liðið endar í Meistaradeildarsæti, og borga tæpar 35 milljónir punda fyrir.

Ef liðið endar fyrir neðan fjögur efstu sætin getur Lo Celso haldið aftur til Real Betis.

Jose Catalan, varaforseti Betis, segir þó ákvæði í lánssamningi Lo Celso gera hann falann fyrir 27 milljónir punda í janúarglugganum. Þetta sagði hann í samtali við ABC de Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner