Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 07. desember 2019 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir á toppnum í Grikklandi - Dramatískur sigur hjá Elmari
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK og spilaði allan leikinn er liðið vann 2-0 sigur á Xanthi í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Sverrir hefur staðið sig vel frá því hann komst inn í byrjunarliðið og í dag hélt liðið hreinu með hann og Spánverjann Jose Crespo í hjarta varnarinnar. Crespo skoraði síðara mark PAOK á 88. mínútu leiksins.

Eins og staðan er núna er PAOK á toppnum í Grikklandi með þriggja stiga forystu á Olympiakos, sem á leik til góða.

Aron Bjarna og Elmar í sigurliði - Böðvar spilaði í tapi
Aron Bjarnason var í byrjunarliði Ujpest sem vann fínan heimasigur gegn Kisvarda í ungversku úrvalsdeildinni.

Aron gekk í raðir Ujpest frá Breiðabliki síðasta júlí, en liðið er í fimmta sæti ungversku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 15 leiki.

Theódór Elmar Bjarnason var einnig í sigurliði á þessum laugardegi. Hann spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Akhisarspor í 4-3 sigri á Istanbulspor AS í tyrknesku B-deildinni.

Þetta var mjög fjörugur leikur, en Albaninn Sokol Cikalleshi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Akhisarspor er í öðru sæti tyrknesku B-deildarinnar, fimm stigum frá toppnum.

Að lokum til Póllands þar sem bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn í tapi Jagiellonia á heimavelli gegn Zaglebie.

Eina mark leiksins kom á 18. mínútu, en snemma í seinni hálfleik misstu Böðvar og félagar mann af velli með sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Jagiellonia er í níunda sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 26 stig úr 18 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner