Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. desember 2021 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin í dag - Spenna í B-riðli og úrslitaleikur í D-riðli
Mynd: EPA
Síðasta umferð riðlakeppni meistaradeildarinnar hefst í dag. Leikið er í A-D riðlum.

Það er ljóst í öllum riðlunum nema einum í leikjum dagsins hvaða lið fara í 16-liða úrslit.

Í B-riðli er Liverpool komið áfram en Porto, Atletico Madrid og AC Milan eiga öll möguleika á 2. sæti. Porto fær Madrid í heimsókn og Milan fær Liverpool í heimsókn.

Porto er með 5 stig en Madrid og Milan með fjögur.

Brugge þarf að ná í úrslit gegn PSG ætli liðið sér í Evrópudeildina en PSG og Man City eru komin áfram í 16-liða úrslit.

Riðlakeppnin hefur verið algjör vonbrigði fyrir Dortmund sem fær Besiktas í heimsókn. Dortmund fer í Evrópukeppnina. Ajax hefur unnið riðilinn.

Það er úrslitaleikur um efsta sætið í D-riðli en Real Madrid og Inter mæta, sigurvegarinn í leiknum vinnur riðilinn.

þriðjudagur 7. desember

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group A
17:45 PSG - Club Brugge
17:45 RB Leipzig - Man City

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group B
20:00 Porto - Atletico Madrid
20:00 Milan - Liverpool

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group C
20:00 Dortmund - Besiktas
20:00 Ajax - Sporting

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group D
20:00 Shakhtar D - Sherif
20:00 Real Madrid - Inter



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner