Það eru líkur á því að Axel Óskar Andrésson muni ekki spila með Örebro á næsta tímabili. Fjallað er um málið í Nerikes Allehanda og vitnað í þjálfara liðsins.
„Ég er ekki viss um að þeir verði áfram," sagði Christian Järdler þegar hann var spurður út í þá tvo miðverði sem eru áfram samningsbundnir félaginu.
„Ég er ekki viss um að þeir verði áfram," sagði Christian Järdler þegar hann var spurður út í þá tvo miðverði sem eru áfram samningsbundnir félaginu.
Tekið er fram að Axel sé sá líklegri til að vera á förum. „Ef það er verið að gefa einhverjar líkur þá er það staðan."
Er áhugi á íslenska varnarmanninum?
„Ekkert konkret akkúrat núna, en Axel hefur sagt að hann vilji vinna sér sæti íslenska landsliðinu. Til þess að eiga möguleika á því þarf hann að spila í efstu deild. Hann ætlar sér að líta í kringum sig. Það er ekki vegna þess að honum líkar ekki að vera hér, heldur vegna þess að hann vill komast í landsliðið," sagði þjálfarinn.
Axel, sem er 25 ára stór og stæðilegur miðvörður, er samningsbundinn út næsta tímabil.
Hann lauk í haust sínu öðru tímabili hjá félaginu eftir komu frá lettneska félaginu Riga. Örebro endaði í ellefta sæti næst efstu deildar í Svíþjóð á liðinni leiktíð.
Axel á að baki tvo landsleiki: lék vináttuleiki gegn Svíþjóð og Eistlandi í janúar 2019.
Athugasemdir