Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 07. desember 2024 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV byrjar Bestu deildina á útivelli
ÍBV vann Lengjudeildina 2024.
ÍBV vann Lengjudeildina 2024.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍBV mun spila heimaleiki sína næsta sumar á gervigrasvelli en leggja á gervigras á keppnisvöllinn, Hásteinsvöll, á næsta ári. Stefnan er sett á að það verði gert í apríl og því ljóst að ÍBV getur ekki spilað heimaleik í byrjun Íslandsmótsins.

„Það á að koma nýtt gervigras, það á að leggja það held ég í apríl/maí og vonumst til að geta spilað fyrsta leikinn í maí/júní."

„Ég held við munum gera það sama og aðrir hafa gert, munum fara fram á að fyrstu tveir leikirnir verði spilaðir á útivelli og reynum svo að semja við næsta eða næstu lið um að víxla á heimaleikjum þegar leikjaniðurröðunin verður ljós,"
segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner