Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 07. desember 2024 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Láki: Eftirsjá af góðum leikmanni en fullur skilningur af minni hálfu
Þorlákur Árnason var ráðinn til ÍBV í lok október.
Þorlákur Árnason var ráðinn til ÍBV í lok október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst hvar Tómas Bent spilar á næsta tímabili.
Óvíst hvar Tómas Bent spilar á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Það er auðvitað eftirsjá af góðum leikmanni, en alveg fullur skilningur af minni hálfu með það'
'Það er auðvitað eftirsjá af góðum leikmanni, en alveg fullur skilningur af minni hálfu með það'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst hvað Jón Ingason gerir.
Óvíst hvað Jón Ingason gerir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Arnar er að útskrifast úr háskóla í Bandaríkjunum og gæti spilað áfram úti.
Sigurður Arnar er að útskrifast úr háskóla í Bandaríkjunum og gæti spilað áfram úti.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Omar Sowe var fenginn frá Leikni.
Omar Sowe var fenginn frá Leikni.
Mynd: ÍBV
Eyjamenn undirbúa sig fyrir komandi átök í Bestu deildinni og í vikunni bárust þau tíðindi að Eyjamenn væru búnir að semja við tvo erlenda leikmenn; sænskan miðvörð og serbneskan miðjumann. Í gær var svo sagt frá komu Jörgens Pettersen til félagsins.

Það hefur einnig verið sagt frá því að þeir Guðjón Ernir Hrafnkelsson og Tómas Bent Magnússon, sem skráðir eru í ÍBV, væru að æfa með Val. Fótbolti.net ræddi við Þorlák Árnason, þjálfara ÍBV, sem fór yfir stöðuna.

Tveir farnir og óvissa með þrjá
„Þeir Guðjón Ernir og Vicente [Valor, samdi við KR], voru byrjunarliðsmenn í sumar og verða ekki áfram. Ég var svo búinn að kveðja Tómas af því hann var á leið til Englands. Staðan varðandi Tómas eftir að skiptin til Englands duttu upp fyrir sig er dálítið óljós, það kom bara í ljós í vikunni að hann færi ekki til Englands. Það er einnig óvissa með Jón Ingason. Hann er að verða pabbi í fyrsta skiptið í apríl, er fyrir sunnan og vinnuferilinn er annars staðar. Sigurður Arnar er í skóla í Bandaríkjunum og hefur gengið mjög vel í fótboltanum þar. Það er einhver áhugi á honum í Bandaríkjunum svo það er einhver óvissa með hann," segir Láki.

Fengið inn fimm leikmenn
Alls eru fimm leikmenn komnir til ÍBV frá því að síðasta tímabili lauk; Arnór Ingi Kristinsson og Omar Sowe komu frá Leikni, Mattias Edeland kom úr þriðju efstu deild Svíþjóðar, Milan Tomic úr næstefstu deild Serbíu og Jörgen Pettersen kom í gær frá Þrótti Reykjavík.

„Við erum búnir að sækja sterka leikmenn. Ég byrja mjög seint, var sá þjálfari sem var ráðinn síðast og kem ekkert að borðinu fyrr en í lok október. Þá var byrjað að því að reyna skoða íslenska markaðinn, þar sóttum við Omar Sowe og Arnór Inga. Svo fórum við í að reyna finna leikmenn erlendis frá. Það eru umboðsmenn, bæði erlendis og hérlendis sem eru að reyna ýta leikmönnum að þér. Þannig komu þessir tveir leikmenn sem við sóttum í vikunni inn á okkar borð. Það var alveg ljóst að okkur vantaði miðjumenn og þar kom Milan Tomic inn. Ég tel að við séum að fá mjög sterkan leikmann í honum. Síðan var ljóst að við þyrftum miðvörð."

„Það er kannski mesta óvissan með mögulegt áframhald hjá þeim jóni og Sigurði, þeir spiluðu auðvitað í vörninni á síðasta tímabili, en annars hafa leikmannamálin gengið vel. Við reiknuðum með að einhverjir leikmenn myndu fara þannig það hefur ekki verið neitt mjög óvænt. Þetta mótast aðeins af því að ég kem seint inn og nóvember hefur farið í leikmannaleit."


Guðjón Ernir verður ekki áfram
Það er orðið klárt að Guðjón Ernir verður ekki áfram hjá ÍBV. Hægri bakvörðurinn kom til ÍBV fyrir tímabilið 2020 og hefur verið í stóru hlutverki.

„Ég átti samtöl við hann. Hann og kærustu hans [Helena Jónsdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍBV] langaði að prófa að fara upp á land. Við fórum þá í að finna bakvörð. Guðjón Ernir er búinn að spila fimm tímabil með ÍBV, búinn að standa sig gríðarlega vel og hefur skilað sínu. Það er auðvitað eftirsjá af góðum leikmanni, en alveg fullur skilningur af minni hálfu með það."
Langar að halda Tómasi en skilningur ef hann fer annað
Tómas Bent átti mjög gott tímabil með ÍBV á liðnu tímabili. Þú værir alveg til í að hafa hann áfram ef það stendur til boða, er það ekki?

„Þetta er svolítið skrítið mál. Ég vildi auðvitað halda honum og var í samskiptum við hann, en vonaði samt að hann myndi fá samning á Englandi. Ég studdi það að hann færi út á reynslu, það gekk vel og honum var boðinn samningur. Ég óskaði honum til hamingju með það, en svo verður eitthvað tvist í þessu sem ég þekki ekki alveg og staðan er breytt."

„Það er auðvitað vont ef við missum hann, það er gott að vera með sem flesta heimamenn. En að sama skapi er hann búinn að vera í Reykjavík í langan tíma, hafði möguleika á því að fara í félag í Bestu deildinni fyrir síðasta tímabil, en ákvað að spila með ÍBV í Lengjudeildinni."

„Mig langar að hafa hann en að sama skapi er hann búinn að skila mjög góðu starfi fyrir ÍBV og ef hann fer þá er maður bara þakklátur fyrir það sem hann hefur gert fyrir félagið."


Skoða möguleikann á því að fá lánsmennina aftur
ÍBV var með þrjá lánsmenn á liðnu tímabili; þá Eið Atla Rúnarsson (HK), Henrik Mána Hilmarsson (Stjarnan) og Bjarka Björn Gunnarsson (Víkingur). Lánsmarkaðurinn á Íslandi er kannski ekki farinn af stað, en eruð þið að skoða þessa leikmenn?

„Já, við erum að skoða þessa stráka. Það var ánægja með þá í sumar og það er í skoðun hvort að við getum fengið einhverja, eða alla, af þeim aftur. Það hafa allir verið að bíða eftir stærstu liðunum, hvað þau gera og hvort það fellur eitthvað til frá þeim. Við höfum skoðað bæði leikmannamarkaðinn hér heima og erlendis. Við vorum með einn erlendan leikmann 2024 og það var alveg ljóst að við myndum þurfa fleiri erlenda leikmenn fyrir næsta tímabil, það er bara raunveruleikinn."

Ánægður með hópinn og þá sem hafa komið inn
Er einhver leikstaða sem Eyjamenn þurfa að skoða þegar nær dregur móti?

„Við erum komnir langt með hópinn, það er aðeins biðstaða af því að það er óvissa með nokkra leikmenn sem voru með ÍBV í sumar. Það er eitthvað sem ætti að skýrast á næstu vikum. Annars er ég ánægður með hópinn sem við höfum og þá sem hafa komið inn," segir Láki.
Athugasemdir
banner
banner
banner