Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 08. janúar 2021 14:28
Magnús Már Einarsson
Stjóri Brentford smitaður - Greindist eftir leikinn við Tottenham
Tveir starfsmenn Brentford reyndust smitaðir í kórónuveiruprófi sem aðilar hjá félaginu gengust undir í gær.

Thomas Frank, stjóri Brentford, var annar af þeim sem greindist með veiruna.

Frank stýrði Brentford í tapi gegn Tottenham í enska deildabikarnum á þriðjudag.

Hann mun nú fara í tíu daga einangrun og Neil MacFarlane, þjálfari B liðs Brentford, verður við stjórnvölinn á meðan.

Neil mun stýra Brentford þegar liðið mætir Middlesbrough í enska bikarnum á morgun.


Athugasemdir
banner