Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. janúar 2022 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eigendur Newcastle hittu leikmenn í klefanum - „Þau styðja okkur"
Mynd: Getty Images
Newcastle tapaði óvænt gegn Cambridge Utd í FA Bikarnum í dag.

Eddie Howe stjóri liðsins greindi frá því í viðtali eftir leikinn að Yasir Al-Rumayyan sem á stærstan hluta í félaginu og Amanda Staveley sem á 10% kíktu á niðurbrotna leikmennina í klefanum eftir leikinn.

„Þau hittu mig og starfsliðið eftir á en ég veit að þau studdu vel við leikmennina, einbeittu sér að því að við erum í baráttu um að halda okkur í deildinni. Ég get ekki þakkað þeim nógu mikið fyrir það. Þetta var gott fyrir leikmennina að sjá og heyra því þetta ferðalag og barátta að halda okkur í deildinni er í höndum allra í félaginu," sagði Howe.

Newcastle goðsögnin Alan Shearer var alls ekki sáttur með sína menn í leikslok.

„Vel gert Cambridge. Newcastle ömurlegir," skrifaði Shearer á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner