Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 08. janúar 2022 13:34
Brynjar Ingi Erluson
Pogba snýr aftur í febrúar
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, verður frá í að minnsta kosti mánuð í viðbót en þetta segir Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri félagsins.

Franski miðjumaðurinn meiddist á æfingu með franska landsliðinu og hefur ekki spilað með United síðan.

Hann hefur spilað þrettán leiki á þessu tímabili en Rangnick býst ekki við að hann verði klár fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.

„Fyrir viku þá var mér sagt að hann yrði frá í fjórar til fimm vikur í viðbót. Hann er ekki byrjaður að æfa með liðinu og eftir því sem ég best veit frá læknaliðinu þá snýr hann ekki aftur á æfingu fyrr en eftir þrjár eða fjórar vikur og þegar hann er klár í það þá þýðir það ekki endilega að hann sé leikfær."

„Það mun taka nokkrar vikur áður en hann getur spilað fyrir aðalliðið,"
sagði Rangnick um stöðuna á Pogba.

Frakkinn verður samningslaus í sumar og er frjálst að ræða við önnur félög en talsmaður Pogba sagði frá því dag að hann væri ekki með tilboð frá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner