lau 08. janúar 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar kominn í takkaskó - „Ætlum að trappa hann rólega upp"
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var í viðtali við Fótbolta.net eftir 5-2 tapið gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu.

Hann var spurður út í stöðuna á Rúnari Þór Sigurgeirssyni 22 ára gömlum bakverði liðsins sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla.

„Rúnar er kominn í takkaskó, það er jákvætt. Hann er að byrja núna að skokka, aðeins að hreyfa sig og gera boltaæfingar sjálfur. Við ætlum að trappa hann rólega upp, gefa okkur meiri tíma, hann er búinn að vera með þrálátt beinmar sem er núna loksins að lagast."

Rúnar spilaði aðeins sjö leiki með Keflavík í sumar. Hann fór einnig á reynslu til Sirius og virtist vera á leiðinni þangað en hann stóðst ekki læknisskoðun.
Munur á undirbúningi Keflavíkur og Blika - „Gaman að sjá menn grípa tækifærið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner