Tékkneski markvörðurinn Antonin Kinsky er í rammanum hjá Tottenham í fyrsta sinn eftir komuna frá Slavia Prag á dögunum. Tottenham fær Liverpool í heimsókn í undanúrslitum enska deildabikarsins.
Pape Matar Sarr og Brennan Johnson detta út úr liðinu eftir tap gegn Newcastle um helgina. Heung-min Son og Rodrigo Bentancur koma inn í liðið.
Arne Slot gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Liverpool frá jafnteflinu gegn Man Utd um helgina. Trent Alexander-Arnold átti slæman dag gegn United en hann sest á bekkinn ásamt Andy Robertson, Ibrahima Konate og Luis Diaz.
Conor Bradley, Kostas Tsimikas, Jarell Quansah og Diogo Jota koma inn í liðið.
Tottenham: Kinsky; Pedro Porro, Dragusin, Gray, Spence; Bergvall, Bentancur, Kulusevski; Son, Solanke, Werner.
Liverpool: Alisson, Bradley, Van Dijk, Quansah, Tsimikas, Gravenberch, Mac Allister, Jones, Gakpo, Jota, Salah.