Óskar Sverrisson, sem á einn landsleik að baki fyrir Ísland, hefur fært sig um set í Svíþjóð. Hann er búinn að semja við félag sem heitir Ariana FC.
Félagið er í C-deild í Svíþjóð en Óskar hefur undanfarin ár leikið með Häcken í efstu deild og Varberg í B-deildinni.
Félagið er í C-deild í Svíþjóð en Óskar hefur undanfarin ár leikið með Häcken í efstu deild og Varberg í B-deildinni.
„Hann passar fullkomlega inn í verkefnið okkar og verður mikilvægur partur af púslinu. Hann mun reynast ungum leikmönnum okkar mikill innblástur," segir í tilkynningu félagsins.
„Mitt viðhorf er alveg á kristaltæru, ég vil að við berjumst á toppnum. Það er ekki rétt að stefna á eitthvað annað," segir Óskar sjálfur.
Óskar er 32 ára, fæddur og uppalinn í Svíþjóð en á íslenskan föður. Eini landsleikur Óskars kom í vináttulandsleik gegn El Salvador í janúar 2020.
Athugasemdir