Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 08. janúar 2025 19:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segja að félag Jóhanns Berg skuldi sér - Senda kvörtun til FIFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Velsku The New Saints hafa sent kvörtun til FIFA vegna sádí arabíska félagsins Al-Orobah sem Jóhann Berg Guðmundsson leikur með.

Al-Orobah keypti hinn 21 árs gamla Brad Young frá TNS í september en hann var markahæsti leikmaður velsku deildarinnar. Kaupverðið var 190 þúsund pund.

TNS hefur hins vegar ekki fengið neina greiðslu frá sádí arabíska félaginu og hefur sent kvörtun til FIFA.

„Við náum ekki einu sinni tali á félaginu svo ég myndi segja hverju einasta félagi sem er að selja efnilega leikmenn til Sádí-Arabíu að gera það ekki nema peningarnir séu komnir áður en leikmaðurinn fer," sagði Mike Harris, formaður TNS, í samtali við BBC í Wales.

Harris segir að félagið hafi átt að fá fyrstu greiðslu í september og aðra í síðustu viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner