Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. febrúar 2023 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur Íslendingur þreytti frumraun sína í Evrópukeppni unglingaliða
Cole Campbell.
Cole Campbell.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Táningurinn William Cole Campbell þreytti í gær í frumraun sína með U19 liði Borussia Dortmund er liðið vann sigur á Hibernian í Evrópukeppni unglingaliða.

Þessi efnilegi unglingalandsliðsmaður fór til Dortmund síðasta sumar eftir að hafa verið á mála hjá FH og Breiðabliki hér á landi.

Cole á bandarískan föður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundardóttir, sem skoraði sjö mörk í tíu leikjum fyrir íslenska kvennalandsliðið.

Þessi 16 ára gamli leikmaður hefur skorað sex mörk í ellefu leikjum með U17 liði Dortmund og fékk því stórt tækifæri í gær með U19 liðinu.

Það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með ferli hans í Þýskalandi.

Fyrir áramót lék Cole fimm leiki með U17 landsliði Íslands og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner