Manchester United fór áfram í enska FA bikarnum í gær eftir dramatískan sigur á Leicester City á Old Trafford.
Harry Maguire skoraði sigurmark heimamanna sem kom í uppbótartíma. Eftir leik komst svo í ljós að Maguire hafi verið rangstæður en á þessu stigi í keppninni er ekki notað VAR.
Amorim segir að sigurinn hafi ekkert með Fergie time að gera. Fergie time er heiti yfir mörk sem United skoraði djúpt í uppbótartíma í valdatíð Sir Alex Ferguson.
„Við trúum alltaf að við munum skora en þessi sigur hafði ekkert með Fergie time að gera. Varðandi frammistöðuna þurfum við að gera mun betur á boltanum og án hans.“ sagði Amorim og bætti svo við að hann var ekki sáttur með orkuna í liðinu.
„Það var engin orka í liðinu til að byrja með, sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik spiluðum við aðeins betur. Við skiptum um gír og það var gott að ná sigrinum í lokin.“ sagði Amorim, stjóri Manchester United, í samtalið við ITV eftir leikinn í gærkvöldi.
Athugasemdir