Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
   lau 08. febrúar 2025 11:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man City gegn Leyton: Reis og Gonzalez þreyta frumraun sína
Jack Grealish fær tækifæri í byrjunarliðinu
Jack Grealish fær tækifæri í byrjunarliðinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er veisla í enska bikarnum í dag en tíu leikir eru á dagskrá. Tveir leikir hefjast í hádeginu en Man City heimsækir m.a. C-deildarlið Leyton Orient.

Eins og búast mátti við gerir Pep Guardiola margar breytingar á liðinu frá 5-1 tapinu gegn Arsenal í deildinni í síðustu umferð. Það eru aðeins Ortega, Savinho og Omar Marmoush sem halda sæti sínu.

Vitor Reis spilar sinn fyrsta leik og er við hlið Ruben Dias í vörninni sem er að stíga upp úr meiðslum. Þá er Nico Gonzalez einnig að spila sinn fyrsta leik eftir komuna frá Porto í lok félagaskiptagluggans.

Jack Grealish hefur verið ónotaður varamaður í síðustu þremur leikjum en hann fær tækifæri í byrjunarliðinu í dag.

Lið Man City gegn Leyton: Ortega Moreno, Lewis, Reis, Dias (C), O’Reilly, Nico, Gundogan, McAtee, Savinho, Grealish, Marmoush
Varamenn:Carson, Stones, De Bruyne, Bernardo, Akanji, Nunes, Khusanov, Foden, Mubama
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner