Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 08. mars 2021 18:31
Victor Pálsson
Nýr forseti mjög vongóður eftir það sem Messi gerði í gær
Joan Laporta er viss um að Lionel Messi muni framlengja samning sinn við Barcelona eftir að hafa tekið þátt í forsetakosningunum í gær.

Messi mætti í fyrsta sinn til að kjósa um nýjan forseta Barcelona og var það Laporta sem varð fyrir valinu að lokum. Hann var einnig forseti félagsins frá 2003 til 2010.

Messi reyndi ítrekað að komast burt frá félaginu á síðasta ári en þáverandi stjórn Börsunga vildi ekki leyfa honum að fara.

Laporta er viss um að Messi sé nú ekki á förum og segir hann elska félagið þar sem hann hefur spilað allan sinn feril.

„Að sjá Lionel Messi mæta í dag og koma að kjósa, það segir mikið," sagði Laporta á blaðamannafundi.

„Fyrir tuttugu árum þá spilaði hann sinn fyrsta leik meðp unglingaliðinu. Að sjá besta leikmann heims koma og kjósa í dag er augljóst merki um hvað við segjum alltaf. Leo elskar Barcelona."

„Besti leikmaður heims elskar Barcelona og ég vona að það sé merki um að hann verði þar áfram, það er það sem við viljum öll."
Athugasemdir