Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. mars 2023 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Gríðarleg spenna í Munchen og London
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það eru tveir stórleikir á dagskrá í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og lítið sem skilur á milli liða eftir nauma sigra í fyrri leikjunum.


Þýskalandsmeistarar FC Bayern taka á móti Frakklandsmeisturum PSG og leiða 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í París. Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og þar má finna nokkra af bestu fótboltamönnum heims.

Julian Nagelsmann gerir þrjár breytingar frá sigrinum í París þar sem Josip Stanisic, Alphonso Davies og Thomas Müller koma inn í byrjunarliðið fyrir Joao Cancelo, Leroy Sane og Benjamin Pavard.

Christophe Galtier gerir einnig þrjár breytingar frá tapinu á heimavelli og skiptir um leikkerfi í leiðinni. Kylian Mbappe, Fabian Ruiz og Vitinha koma inn í byrjunarliðið fyrir Neymar, Carlos Soler og Warren Zaïre-Emery.

Á sama tíma fer fram stórleikur í Lundúnum þar sem Tottenham fær Ítalíumeistara AC Milan í heimsókn, eftir 1-0 sigur Ítalanna í Mílanó í fyrri leiknum.

Þar gerir Antonio Conte tvær breytingar frá tapinu ytra þar sem Ben Davies og Pierre-Emile Höjbjerg koma inn í byrjunarliðið fyrir Eric Dier sem er í leikbanni og Pape Sarr. Richarlison þarf að sætta sig við bekkjarsetu ásamt Arnaut Danjuma.

Stefano Pioli gerir þrjár breytingar þar sem Mike Maignan og Fikayo Tomori koma inn í vörnina fyrir Ciprian Tatarusanu og Simon Kjær á meðan Junior Messias byrjar á kantinum í stað Alexis Saelemaekers.

Bayern: Sommer, De Ligt, Upamecano, Stanisic, Coman, Kimmich, Goretzka, Davies, Musiala, Muller, Choupo-Moting
Varamenn: Ulreich, Blind, Cancelo, Mazraoui, Sarr, Sane, Gnabry, Gravenberch, Mane, Ibrahimovic, Tel, Wanner

PSG: Donnarumma, Ramos, Marquinhos, Danilo, Hakimi, Vitinha, Verratti, Fabian Ruiz, Mendes, Messi, Mbappe 
Varamenn: Letellier, Rico, Bitshiabu, Ekitike Gharbi, Mukiele, Pembele, Sanches, Soler, Zaire-Emery


Tottenham: Forster, Romero, Lenglet, Davies, Emerson, Hojbjerg, Skipp, Perisic, Kulusevski, Son, Kane
Varamenn: Austin, Whiteman, Tanganga, Sanchez, Sarr, Porro, Devine, Danjuma, Lucas, Richarlison

Milan: Maignan, Kalulu, Tomori, Thiaw, Messias, Tonali, Krunic, Hernandez, Diaz, Leao, Giroud
Varamenn: Mirante, Ballo-Toure, De Ketelaere, Calabria, Bennacer, Florenzi, Gabbia, Kjær, Origi, Pobega, Rebic, Saelemaekers


Athugasemdir
banner
banner