Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. mars 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Scott Parker rekinn frá Club Brugge (Staðfest)
Mynd: EPA
Belgíska félagið Club Brugge hefur tilkynnt að Scott Parker sé ekki lengur þjálfari liðsins. Kornið sem fyllti mælinn var 5-1 tap gegn Benfica á útivelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Einvígið fór 7-1 samanlagt.

Parker entist einungis tólf leiki í starfi hjá félaginu, vann tvo deildarleiki, gerði sex jafntefli, tapaði tveimur deildarleikjum og báðum leikjunum gegn Benfica.

Club Brugge, sem vann belgíska meistaratitilinn síðasta vor, er í fjórða sæti deildarinnar eftir 28 leiki, 21 stigi á eftir Genk.

Þetta er í annað sinn sem hann er rekinn á tímabilinu því hann var látinn fara frá Bournemouth eftir erfiða byrjun á tímabilinu í haust. Hann er 42 ára gamall og hafði áður stýrt liði Fulham. Hann var ráðinn til Brugge í lok síðasta árs, tók við af Carl Hoefkens, og var þjálfari liðsins í einungis 67 daga.

Fjallað hefur verð um að Alfred Schreuder, sem stýrði félaginu fyrri hluta síðasta árs og tók svo við Ajax, verði næsti stjóri Brugge. Hann var látinn fara frá Ajax fyrir rúmum mánuði síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner