Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. mars 2023 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Terzic: Ber ekki ábyrgð á frammistöðu dómarans
Mynd: EPA

Edin Terzic, þjálfari Borussia Dortmund, var svekktur eftir 2-0 tap á útivelli gegn Chelsea en óskaði enska félaginu til hamingju.


Chelsea fer því áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa tapað fyrri viðureign liðanna 1-0 í Þýskalandi.

„Mér fannst þetta jöfn viðureign og ég vil óska Chelsea til hamingju með sigurinn. Heppnin var ekki með okkur en við getum ekki kvartað. Að mínu mati eiga bæði þessi lið skilið að spila í næstu umferð," sagði Terzic eftir tapið. „Þeir skoruðu tvisvar og við einu sinni. Við getum ekki kvartað."

Terzic var spurður út í sitt álit á vítaspyrnudóminum og umstanginu þar í kring. Kai Havertz fékk dæmda umdeilda vítaspyrnu, skaut í stöng en fékk svo að taka spyrnuna aftur.

„Þegar dómaraákvörðun tekur fimm eða sex mínútur er augljóslega ekki auðvelt að finna lausn. Ég ætla ekki að tala um frammistöðu dómarateymisins í leiknum, ég ætla bara að tala um frammistöðu minna leikmanna.

„Þetta tap er á minni ábyrgð. Ég ber ábyrgð á frammistöðu leikmanna og starfsmanna liðsins en ekki á frammistöðu dómara."

Dortmund hefur verið á frábærri sigurgöngu undir stjórn Terzic og deilir toppsæti þýsku deildarinnar með FC Bayern. Liðið var búið að vinna tíu leiki í röð í öllum keppnum fyrir tap kvöldsins.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikin: Havertz skoraði í seinni tilraun


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner