Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. maí 2022 23:11
Brynjar Ingi Erluson
Beckham vonar að Ronaldo verði áfram hjá Man Utd
Cristiano Ronaldo og David Beckham
Cristiano Ronaldo og David Beckham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, vonast til þess að Cristiano Ronaldo verði áfram hjá enska félaginu á næsta tímabili.

Beckham var mættur að horfa á Formúluna í Miami í dag og ræddi aðeins við Sky Sports um framtíð Ronaldo.

Portúgalski leikmaðurinn er samningsbundinn United út næsta tímabil en enskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti farið í sumar í leit að því að spila í Meistaradeildinni.

Beckham vonar þó að hann verði áfram hjá United.

„Cristiano er augjóslega einn af bestu leikmönnum síðustu fimmtán ára ásamt Lionel Messi. Það er vonandi að hann verði áfram hjá United því það er mikilvægt fyrir stuðningsmennina og hann líka því við vitum hvaða merkingu þetta félag hefur fyrir hann."

„Hann er enn að gera það sem hann gerir best. Skora mörk og skapa þau, það er það sem hann gerir."

„Að hann sé að gera þetta á þessum aldri er ótrúlegt. Ég vona að það haldi áfram og hann verði áfram hjá félaginu í eitt eða tvö ár til viðbótar,"
sagði Beckham.

Ronaldo er með 18 deildarmörk fyrir United á þessu tímabili en frammistaða liðsins í heild sinni hefur verið arfaslök og mun það ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Erik ten Hag tekur við keflinu af Ralf Rangnick í sumar og mun gera einhverjar breytingar á hópnum en ekki er ljóst hvort hann vilji hafa Ronaldo með í endurbyggingunni eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner