Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Einn erfiðasti leikur sem Son hefur spilað
Son Heung-Min í baráttunni við Diogo Jota í leiknum
Son Heung-Min í baráttunni við Diogo Jota í leiknum
Mynd: EPA
Son Heung-Min, leikmaður Tottenham Hotspur, var gjörsamlega búinn á því eftir 1-1 jafnteflið gegn Liverpool á Anfield í gær en hann segir að markmiðið sé skýrt og það sé að komast í Meistaradeildina.

Son skoraði eina mark Tottenham í leiknum í byrjun síðari hálfleiks en hann gerði það eftir sendingu frá Ryan Sessegnon. Lið hans varðist vel í leiknum en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmark frá Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn skaut fyrir utan teig en boltinn hafði viðkomu af Rodrigo Bentancur áður en hann fór í netið.

„Þetta var stór leikur. Það er ekki auðvelt að koma á Anfield, þannig þetta er stórt stig en ég er vonsvikinn að við náðum ekki að klára þetta."

„Liverpool er eitt besta lið heims í augnablikinu og stundum þurfum við að verjast og við gerðum það mjög vel í dag. Þetta var planið en við gátum gert betur þegar við vorum með boltann. Það er svigrúm fyrir bætingar."

„Við vinnum að því að sækja sem lið. Við vitum hvert á að hlaupa og hvaða leikmaður á að vera laus. Þetta var fullkomið fyrir leikplanið. Ég er stoltur en við hefðum átt að fá meira út úr þessu. Ég er alveg búinn á því, þetta er einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað."

„Meistaradeildarbaráttan er mikilvægari en mörkin mín. Ég reyni að hjálpa liðinu og ef við vinnum þá þarf ég ekki að skora. Ég vil spila í Meistaradeildinni og þetta er eitthvað sem allir í liðinu vilja,"
sagði Son.
Athugasemdir
banner
banner