Hulda Björg Hannesdóttir fyrirliði Þór/KA í Bestu deild kvenna kom í viðtal eftir 1-2 sigur á Aftureldingu í 3. umferð Bestu deildar kvenna.
"Þetta ver ekki okkar besti leikur, ljótt var það en sætt var það í endann."
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 2 Þór/KA
Það var mikið jafnræði með liðunum og Mosfellingar gáfu norðankonum ekkert eftir.
"Nei, mér fannst þær alls ekki koma okkur á óvart, við vorum búnar að spila við þær tvisvar í vetur og þær bara spiluðu svipað. Það bara kom mér á óvart hvað við náðum að skora snemma í leiknum." sagði Hulda Björg
Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu eftir aðeins 19 sekúndna leik en eftir markið dró aðeins úr norðankonum.
"Mér fannst við bara ekki ná að láta boltann rúlla nógu vel á milli okkar og þurftum svolítið, út af vindi og öðru, að fara senda langar sendingar og svolítið duttum niður á þeirra level." sagði Hulda Björg.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.