Manchester City er komið með þriggja stiga forystu á Liverpool á toppi úrvalsdeildarinnar eftir 5-0 sigur gegn Newcastle United í dag. Liverpooll gerði 1-1 jafntefli við Tottenham sem er nú fjórum stigum á eftir Arsenal í baráttunni um fjórða sætið. Arsenal vann Leeds 2-1 í dag.
Chelsea sem er í þriðja sæti er einu stigi á undan Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Wolves og Manchester United fékk 4-0 skell gegn Brighton. West Ham vann Norwich 4-0.
Everton kom sér upp úr fallsæti með 2-1 sigri gegn Leicester, Watford féll formlega eftir 1-0 tap gegn Crystal Palace, Burnley tapaði 3-1 gegn Aston Villa og Brentford vann 3-0 gegn Southampton.
Markvörður - Goalkeeper - Jordan Pickford (Everton) - Aðra umferðina í röð er Pickford gulls ígildi fyrir Everton í fallbaráttunni.
Athugasemdir