Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. maí 2022 12:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Walker og Stones tæpir fyrir leik dagsins - Wilson gæti tekið þátt
Mynd: EPA

Manchester City getur náð þriggja stiga forystu á Liverpool í baráttunni um enska titilinn með sigri á Newcastle í dag.


Liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni eftir tap gegn Real Madrid. Kyle Walker og John Stones voru tæpir fyrir leikinn en Walker var í byrjunarliðinu.

Hann haltraði hins vegar af velli þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Liðið mun fylgjast vel með Walker og Stones og það verður tekin ákvörðun hvort þeir verði klárir í slaginn í dag eða ekki.

Hjá Newcastle er Eddie Howe bjartsýnn á að Callum Wilson muni taka þátt í sínum fyrsta leik síðan hann meiddist á kálfa í desember. Fabian Schar hefur ekkert æft síðan hann meiddist gegn Liverpool um síðustu helgi og það verður tekin ákvörðun seint hvort Kieran Trippier verði klár í slaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner