Garðar Gunnlaugsson skoraði þriðja og síðasta mark Skagamanna í 3-0 sigri á ÍR í kvöld, hans fyrsta mark í sumar.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 0 ÍR
„Við byrjuðum ekki nógu vel fannst, mér fannst við ekki nógu áræðnir í fyrri hálfleik en eftir góða ræðu hjá þjálfaranum í hálfleik vorum við mun skárri í seinni hálfleik," sagði Garðar.
Garðar skoraði sitt fyrsta mark í sumar en sagðist ekki hafa áhyggjur.
„Ég hafði samt engar áhyggjur því ég hafði verið að koma mér í færi í leikjunum."
Athugasemdir
























